Byggðarráð Skagafjarðar

134. fundur 09. maí 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  134 – 09.05. 2001.

Ár 2001, miðvikudaginn 9. maí  kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
                1.        Ársreikningar 2000
                2.        Bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun
                3.        Boð um forkaupsrétt í Þúfur
                4.        Bréf frá Margeiri Björnssyni
                5.        Bréf frá starfsmönnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar
                6.        Tvö bréf frá Öldunni stéttarfélagi v/kjarasamnings
                7.        Niðurfellingar

AFGREIÐSLUR:
1.                  Kristján Jónasson endurskoðandi kom á fundinn og kynnti ársreikninga sveitarsjóðs og stofnana vegna ársins 2000.  Auk hans komu á fundinn fulltrúar veitustjórnar, hafnarstjórnar svo og skoðunarmenn.
2.                  Lagt fram til kynningar bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun dagsett 2. maí 2001 varðandi ósk um úrskurð stofnunarinnar á breytingu á póstafgreiðslu í Varmahlíð og á Hofsósi.
3.                  Lagt fram bréf frá Fasteignamiðstöðinni dagsett 30. apríl 2001 ásamt afriti af kauptilboði vegna jarðarinnar Þúfur. Óskað er eftir upplýsingum hvort sveitarsjóður ætli að neyta forkaupsréttar síns.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.

4.                  Lagt fram bréf frá Margeiri Björnssyni, dagsett 26. apríl 2001, þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar á að nafni jarðarinnar Syðri-Mælifellsá 2 verði breytt í Mælifellsá.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.

5.                  Lagt fram bréf frá starfsmönnum sveitarfélagsins, dagsett 3. maí 2001 um útreikning launa samkvæmt nýjum kjarasamningi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra svara erindinu og ræða við formann starfsmannafélagsins.

6.                  Lögð fram bréf frá Öldunni – stéttarfélagi, dagsett 3. maí 2001, þar sem fram kemur að kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands við Launanefnd sveitarfélaga vegna Öldunnar – stéttarfélags og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafi verið samþykktur.  Einnig fundarboðun í kjaranefnd sveitarfélagsins og Öldunnar – stéttarfélags.
Byggðarráð samþykkir að fela fulltrúum sveitarfélagsins í kjaranefnd og launafulltrúa að mæta á fund nefndarinnar um samninginn.

Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
7.                  Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1155
                                                            Margeir Friðriksson, ritari