Byggðarráð Skagafjarðar

123. fundur 10. janúar 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  123 – 10.01.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 10. janúar,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 0900.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Snorri Styrkársson,  auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

DAGSKRÁ:
            1.      Vinnuhópur um byggingamál aldraðra kemur á fundinn.
            2.      Bréf frá Sjávarleðri.
            3.      Bréf frá L.H.
            4.      Samningur við FNv.
            5.      Bréf frá Neytendasamtökunum.
            6.      Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
            7.      Fjárhagsáætlun 2001.

AFGREIÐSLUR:
1.      Á fundinum voru Einar Gíslason og Snorri Styrkársson, fulltrúar sveitarfélagsins í vinnuhóp um byggingamál aldraðra. Gerðu þeir byggðarráði grein fyrir vinnu hópsins að undanförnu.  Byggðarráð samþykkir að greiða fulltrúum sveitarfélagsins í vinnuhópnum nefndalaun vegna starfs þeirra í vinnuhópnum.  Þá samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að ræða við tæknimenn sveitarfélagsins um vinnuframlag fyrir starfshópinn.

2.      Lagt fram bréf frá Sjávarleðri h.f. varðandi rekstur fyrirtækisins á árinu 2000 og áframhaldandi rekstur.  Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

3.      Lagt fram bréf frá Landssambandi hestamanna varðandi samning um leiguafnot mótssvæðisins á Vindheimamelum til að halda þar landsmót LH í júlí 2002.  Byggðarráð samþykkir að á fjárhagsáætlun ársins 2001 verði hestamannafélögunum í Skagafirði veittur styrkur að upphæð kr. 4.milljónir og á fjárhagsáætlun ársins 2002 sama upphæð, vegna landsmótshalds á Vindheimamelum árið 2002.

4.      Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um afnot af húsnæði skólans.  Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.

5.      Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum þar sem óskað er eftir styrk á árinu 2001 til starfsemi samtakanna.   Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.      Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um framlag Jöfnunarsjóðs til byggingar Grunnskóla Sauðárkróks á árinu 2001, en það er kr. 13. milljónir.

7.      Farið yfir fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2001.  Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Skagafjarðar eins og hún liggur fyrir, til fyrri umræðu í Sveitarstjórn.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að vísa fjárhagsáætlunum Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu, Rafveitu og Félagslegra íbúða til fyrri umræðu í Sveitarstjórn.

Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 11.14.

  
                                                         Elsa Jónsdóttir, ritari.