Byggðarráð Skagafjarðar

117. fundur 15. nóvember 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  117 – 15.11. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 15. nóvember,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Viðræður við fulltrúa hestamannafélaga í Skagafirði
2.      Áætlun um útsvarstekjur 2001
3.      Bréf frá félagsmálanefnd Alþingis
4.      Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði
5.      Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
6.      Orlofsmál
7.      Reykjasel
8.      Félag eldri borgara
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Fulltrúar hestamannafélaganna í Skagafirði komu á fund byggðarráðs til viðræðna um Landsmót hestamanna á Vindheimamelum árið 2002 og aðkomu sveitarfélagsins að því.
 
Byggðarráð samþykkir að vinna frekar að málinu samkvæmt þeim drögum sem fyrir liggja um framkvæmdir á landsmótssvæðinu.
 
2.      Lögð fram til kynningar áætlun um útsvarstekjur 2001.
 
3.      Lagt fram bréf frá Félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 10. nóvember 2000, varðandi umsögn um þingmál 199; Tekjustofnar sveitarfélaga og þingmál 200; Vatnsveitur sveitarfélaga.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að semja bókun um ofangreind mál og leggja fyrir byggðarráðsmenn fyrir 22. nóvember nk.
 
4.      Lögð fram gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að endurskoða orðalag á einstökum liðum í gjaldskránni.
 
5.      Lagðar fram umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
 
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu.
 
6.      Orlofsmál starfsmanna.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
7.      Byggðarráð samþykkir að selja hlut sinn í jörðinni Reykjaseli og að meðeigendum verði tilkynnt um þá ákvörðun.
 
8.      Byggðarráð samþykkir að veita félagi eldri borgara í Skagafirði kr. 50.000 í styrk til nk. áramóta.
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1225