Byggðarráð Skagafjarðar

93. fundur 10. maí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 93 – 10.05. 2000

Ár 2000, miðvikudaginn 10. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigurður Friðriksson, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
  1. Bréf frá SÍS vegna stéttarfélagsaðildar.
  2. Viðræður við fulltrúa Starfsmannafélags Skagafjarðar.
  3. Viðræður við fulltrúa Verkalýðsfélagsins Fram.
  4. Bréf frá SFNV.
  5. Bréf frá Félagsþjónustu Skagafjarðar.
  6. Málefni Slátursamlags Skagfirðinga.
  7. Starfslokasamningur við Hjalta Pálsson.
  8. Bréf frá SÍS vegna Staðardagskrár.
  9. Kjarasamningur Samflots og launanefndar.
  10. Viðræður við Pálma Sighvatsson.
AFGREIÐSLUR:
 1. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. maí 2000, varðandi fyrirspurn um stéttarfélagsaðild starfsmanna frá 3. apríl sl.
 2. Viðræður við Rögnu Jóhannsdóttur, formann Starfsmannafélags Skagafjarðar um stéttarfélagsaðild starfsmanna.
 3. Viðræður við fulltrúa Verkalýðsfélagsins Fram, Jón Karlsson formann félagsins og Guðna Kristjánsson um stéttarfélagsaðild starfsmanna og bókanir vegna kjarasamnings. Samþykkt að boða fulltrúa starfsmanna í áhaldahúsi á fund byggðaráðs vegna beiðni þeirra um aðild að Starfsmannafélagi Skagafjarðar.

 4. Lagt fram til kynningar bréf frá SFNV, dagsett 26. apríl 2000, varðandi ákvarðanir stjórnar SFNV um málefni fatlaðra.
 5. Lagt fram bréf frá Félagsþjónustu Skagafjarðar, dagsett 3. maí 2000, varðandi ósk um heimild til að ráða 2-3 starfsmenn til vinnuskólans sem aðstoðarmenn fatlaðra einstaklinga. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

 6. Málefni Slátursamlags Skagfirðinga ehf. rædd. Byggðarráð samþykkir að fella niður aðrar kröfur en fasteignagjöld og rafmagn.

 7. Lagður fram undirritaður starfslokasamningur við Hjalta Pálsson, héraðsskjalavörð og forstöðumann Safnahúss Skagfirðinga, dagsettur 2. maí 2000.
 8. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. maí 2000, varðandi ályktun þátttakenda í ráðstefnu íslenska Staðardagskrárverk-efnisins 4. apríl sl. Byggðarráð samþykkir að bréfið verði sent til kynningar í umhverfis- og tækninefnd og Staðardagskrárnefnd.

 9. Lagður fram kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfs-mannafélaganna, sem undirritaður var 4. maí sl. með gildistíma til 31. desember 2000. Byggðarráð samþykkir kjarasamninginn.

 10. Á fundinn kom Pálmi Sighvatsson, forstöðumaður Íþróttahússins og kynnti hugmyndir sínar um stofnun innkaupasambands sveitarfélaga.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að kannaður verði vilji annarra sveitarfélaga til verkefnisins.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1320.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Sigurður Friðriksson 
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson
Ingibjörg Hafstað
                   Margeir Friðriksson, ritari
                   Snorri Björn Sigurðsson