Byggðarráð Skagafjarðar

89. fundur 12. apríl 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 89 – 12.04. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 12. apríl kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
  1. Orri Hlöðversson mætir á fundinn.
  2. Bréf frá Gunnari Guðmundssyni í Víðinesi.
  3. Bréf frá Rarik.
  4. Fundarboð á ársfund Lífeyrissjóðs Norðurlands.
  5. Aðalfundarboð Clic-On Ísland hf.
  6. Umsókn um vínveitingaleyfi - Ólafur Jónsson (Ólafshús).
  7. Bréf frá Sigmundi Frans Kristjánssyni.
  8. Bréf frá ábúendum á Bústöðum.
  9. Bréf frá Kongsberg.
  10. Bréf frá Stefáni Guðmundssyni.
  11. Bréf frá Sýslumanni.
  12. Bréf frá Eftirlitsnefnd um fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
  13. Málefni Túngötu 4 á Hofsósi.
  14. Tillaga.
  15. Bréf frá Element hf.
AFGREIÐSLUR:
 1. Orri Hlöðversson stjórnarformaður Clic-On Ísland hf. mætti á fund byggðarráðs og kynnti mál fyrirtækisins.
 2. Lagt fram bréf frá Gunnari Guðmundssyni, Víðinesi, dagsett 30. mars 2000 um álagningu sorpurðunargjalds á árinu 1999. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

 3. Lagt fram bréf frá RARIK, dagsett 5. apríl 2000 um ársfund Rafmagnsveitna ríkisins 19. maí 2000 í Hótel Borgarnesi. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitustjórnar.

 4. Lagt fram fundarboð frá Lífeyrissjóði Norðurlands, dagsett 31.mars 2000 vegna ársfundar sjóðsins 19. apríl 2000 í Félagsheimili Húsavíkur. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri taki erindið til athugunar.

 5. Lagt fram aðalfundarboð Clic-On Ísland hf., dagsett 31. mars 2000 vegna aðalfundar félagsins fyrir árið 1999, 14. apríl 2000 á Kaffi-Krók. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæðisrétt á aðalfundinum.

 6. Lögð fram umsókn frá Ólafi Jónssyni um endurnýjun á veitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Ólafshús. Meðfylgjandi eru tilskildar umsagnir og staðfestingar frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar og Landsbanka Íslands hf. Byggðarráð samþykkir að veita umbeðið vínveitingaleyfi til fjögurra ára.

 7. Lagt fram til kynningar bréf frá Sigmundi Frans Kristjánssyni, dagsett 7. apríl 2000 varðandi veitingastofuna Sólvík á Hofsósi.
 8. Lagt fram bréf frá Sigurberg Kristjánssyni og Sigríði Björnsdóttur, Bústöðum, dagsett 5. apríl 2000, varðandi sorphirðugjald 1999. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

 9. Lagt fram til kynningar bréf frá Kongsberg Kommune um vinabæjarmót í Kongsberg 14.-17. júní 2000.
 10. Lagt fram bréf frá Stefáni Guðmundssyni, dagsett 7. apríl 2000, þar sem hann óskar eftir fá úthlutað landi í Steinsstaðabyggð, til gróðursetningar. Landið markast af Héraðsdalsvegi og lóðarmörkum Steinahlíðar skv. meðf. korti. Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu.

 11. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 5. apríl 2000, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðmundu Sigfúsdóttur fh. Kjöthlöðunnar sf., um leyfi fyrir auknu gistirými í félagsheimilinu Árgarði og í íbúðarhúsinu að Héraðsdal. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu og skoða málið nánar.

 12. Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd um fjárhagsstöðu sveitarfélaga, dagsett 5. apríl 2000, þar sem framlengdur er frestur til að gera grein fyrir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins samkvæmt bréfi hennar dags. 20. janúar sl. Veittur frestur er til 10. maí nk.
 13. Málefni Túngötu 4 á Hofsósi rædd. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu.

 14. #GLByggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Frumherja hf. og Hring hf. – atvinnuþróunarfélag, um stofnun fyrirtækis á sviði eftirlitsiðnaðar í Skagafirði.
 15. Lagt fram bréf frá Element hf., sent í tölvupósti 30. mars 2000, varðandi Fjölnet hf. og ljósleiðaranet um Sauðárkrók.
Byggðarráð telur þetta áhugaverðar hugmyndir og óskar eftir að fá að fylgjast með málinu.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 0940.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað
                Margeir Friðriksson, ritari
                Snorri Björn Sigurðsson