Byggðarráð Skagafjarðar

88. fundur 29. mars 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 88 – 29.03. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 29. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Pétur Valdimarsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
  1. Málefni ClicOn Ísland - Fulltrúar fyrirtækisins koma á fundinn.
  2. Ályktun um flutning höfuðstöðva RARIK.
  3. Erindi Leifs Hreggviðssonar - frá síðasta fundi.
  4. Erindi frá Sigmundi Frans Kristjánssyni.
  5. Vínveitingaleyfi fyrir Hótel Tindastól.
  6. Bréf frá Hótel Tindastól ehf.
  7. Bréf frá Sýslumanni.
  8. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti.
  9. Málefni Dalsár.
  10. Aðalfundur Atvinnuþr.félagsins Hrings.
  11. Skólaakstur.
AFGREIÐSLUR:
 1. Viðræður við Orra Hlöðversson stjórnarformann ClickOn Ísland hf. og Birgi Guðjónsson framkvæmdastjóra félagsins. Sjá trúnaðarbók.

 2. #GLByggðarráð Skagafjarðar styður framkomnar hugmyndir um flutning höfuðstöðva RARIK til Akureyrar. Byggðarráð skorar á iðnaðarráðherra og ríkisstjórnina að sjá til þess að þetta mikilvæga mál nái fram að ganga.#GL

 3. Erindi Leifs Hreggviðssonar frá síðasta fundi tekið upp aftur. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.

 4. Lagt fram erindi frá Sigmundi Frans Kristjánssyni, vegna Sólvíkur á Hofsósi og aðgang ferðamanna að snyrtingum þar. Byggðarráð samþykkir að ekki sé ástæða til að halda þessu þessu fyrirkomulagi áfram.

 5. Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dags. 24. mars 2000 og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 9. febrúar 2000, þar sem jákvæð umsögn er gefin varðandi leyfi til áfengisveitinga á Hótel Tindastóli. Byggðarráð samþykkir að veita Hótel Tindastóli ehf. vínveitingaleyfi.

 6. Lagt fram bréf frá Hótel Tindastóli ehf., dagsett 24. mars 2000, varðandi viðskipti við sveitarfélagið. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

 7. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 24. mars 2000, varðandi umsögn um umsókn Ábæjar ehf. um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 8. Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dagsett 9. mars 2000, þar sem tilkynnt er um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra að upphæð kr. 5.850.000 á árinu vegna framkvæmda við endurhæfingahúsið við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
 9. Lögð fram greinargerð landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, dagsett 21. mars 2000, um kauptilboð í jörðina Dalsá. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og fela sveitarstjóra að kanna það nánar.

 10. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélagsins Hrings verður haldinn 12. apríl 2000 í Safnahúsinu. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæðisrétt á fundinum hlutfallslega.

 11. Byggðarráð samþykkir að hækka greiðslur til skólabifreiðastjóra um 8,3#PR pr. mánuð. Tekur breytingin gildi 1. janúar 2000.
Elinborg óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1145
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Pétur Valdimarsson
                  Margeir Friðriksson, ritari
                   Snorri Björn Sigurðsson