Byggðarráð Skagafjarðar

80. fundur 12. janúar 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 80 – 12.01. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 12. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
  1. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
  2. Kaupsamningur v/Norðurbrúnar 9, Varmahlíð
  3. Bréf frá sýslumanni.
  4. Bréf frá sýslumanni.
  5. Bréf frá Bergey ehf.
  6. Aðalgata 2
  7. Erindi frá Iðntæknistofnun.
  8. Innheimta fasteignagjalda.
  9. Viðræður við formann atvinnu- og ferðamálanefndar.
AFGREIÐSLUR:
 1. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 4. janúar 2000 varðandi umsóknarfrest vegna lánsumsókna á árinu 2000. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um lán úr sjóðnum.
 2. Lagður fram kaupsamningur vegna sölu á neðri hæð hússins Norðurbrún 9, Varmahlíð. Kaupendur Stefán R. Gíslason og Margrét Guðbrandsdóttir, seljandi Tónlistarskóli Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
 3. Lagt fram bréf frá sýslumanni dagsett 6. janúar 2000, varðandi 5.gr. reglugerðar um smásölu og veitingar áfengis nr. 177/1999. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna málið.
 4. Lagt fram bréf frá sýslumanni dagsett 5. janúar 2000, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigrúnar Aadnegard fh. Félagsheimilisins Ljósheima um veitingaleyfi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 5. Lagt fram bréf frá Bergey ehf. dagsett 7. janúar 2000 varðandi bótakröfu á hendur sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkir að hafna þessari bótakröfu.
 6. Staða framkvæmda við Aðalgötu 2 rædd og húsnæðið síðan skoðað.
 7. Lagt fram bréf frá Iðntæknistofnun Íslands, dagsett 24. nóvember 1999 varðandi fræðsluefni um umhverfismál. Byggðarráð samþykkir að kaupa fræðsluefnið og taka þátt í námskeiði þar að lútandi.
 8. Sveitarstjóri kynnti álagningu fasteignagjalda vegna ársins 2000.
 9. Stefán Guðmundsson formaður atvinnu- og ferðamálanefndar kom á fundinn og kynnti mál varðandi Víðimýri sem ferðamannastað.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
                    Margeir Friðriksson, ritari
                    Snorri Björn Sigurðsson