Atvinnu- og ferðamálanefnd

55. fundur 11. desember 2009 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Snorri Styrkársson formaður
  • Sigurður Árnason aðalm.
  • Páll Dagbjartsson aðalm.
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir áheyrnarftr. VG
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Samningur milli Svf. Skagafjarðar og Markaðsskrifstofu Norðurlands 2010-2013

0912066

Lagður fram samstarfssamningur milli Markaðsskrifstofu Norðurlands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem tekur gildi 1. janúar og gildir í þrjú ár. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sviðsstjóra að ganga frá honum í samvinnu við sveitarstjóra.

2.Sögusetur ísl. hestsins - ósk um samstarfssamning

0910132

Tekið fyrir erindi frá Sögusetri íslenskra hestsins, áður á dagskrá nefndarinnar 6.11. sl.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með því við Byggðaráð að gerður verði samstarfssamningur við Sögusetrið. Hins vegar hefur nefndin ekki fjármagn í þetta verkefni á næsta ári.

Fundi slitið - kl. 14:00.