Atvinnu- og ferðamálanefnd

37. fundur 22. apríl 2008 kl. 12:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Snorri Styrkársson formaður
  • Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður
  • Gísli Sigurðsson varamaður
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eyjólfur Þór Þórarinsson fulltrúi í stýrihóp um umhverfismál
  • Viggó Jónsson fulltrúi í stýrihóp um umhverfismál
  • Þorsteinn Tómas Broddason framkvæmdastjóri Hátækniseturs Íslands
Fundargerð ritaði: Gunnar Bragi Sveinsson
Dagskrá

1.ORF-Líftækni / Sveitarfél. Skagafj. - samkomulag um samstarf

0805037

Orf ? Líftækni. Rætt um tilboð Stratégro Internationl LLC vegna markaðs- og hagkvæmnirannsókna fyrir sameindaræktun á próteinum. Verkefnið er m.a. að finna út hvaða prótein eru vænlegust til framleiðslu. Verkefnið er hluti þess að kanna til hlýtar kosti og galla þess að hefja slíka ræktun í Skagafirði. Samþykkt að taka þátt í kostnaði við verkefnið þar sem sjóður Skagafjarðarhraðlestarinnar greiði 7.000 USD í verkefnið og Atvinnu- og ferðamálanefnd 16.000 USD sem færist af lið 13090.

2.Undirbúningsfélag um koltrefjaverksmiðju

0804020

Koltrefjaverksmiðja.Fundarmenn fagna áfanganum sem náðist sl. fimmtudag er skrifað var undir stofnun undirbúningsfélags um byggingu koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki. Þá er Þorsteini Broddasyni þakkað fyrir góða vinnu við verkefnið.Rætt um ýmis atvinnumál s.s. basalttrefjar, netþjónabú ofl.

Fundi slitið.