Atvinnu- og ferðamálanefnd

51. fundur 17. september 2009 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Snorri Styrkársson formaður
  • Sigurður Árnason aðalm.
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir áheyrnarftr. VG
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Samstarf sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarhraðlestarinnar í Atvinnumálum

0909085

Rætt um framhald á samstarfi Skagafjarðarhraðlestarinnar og sveitarfélagsins í atvinnumálum. Til fundarins komu Matthildur Ingólfsdóttir, Viggó Jónsson, Gunnar Gestsson og Þórólfur Gíslason.
Ákveðið að vinna málið áfram og taka ákvörðun um framhaldið sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 13:00.