Atvinnu- og ferðamálanefnd

25. fundur 20. maí 1999 Stjórnsýsluhús

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  25 – 20.05.1999

 

            Fimmtudaginn 20. maí kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

            Mættir voru:  Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Guðmundur Árnason, Pétur Valdimarsson, Einar Gíslason, Orri Hlöðversson og Bjarni Freyr Bjarnason.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ferðamál.
  2. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Bjarni Freyr Bjarnason forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð mætti á fundinn.  Rætt um starfsemina í sumar.  Ákveðið að funda með ferðaþjónustuaðilum í Skagafirði 27. maí nk.  Magnús Oddsson ferðamálastjóri verði með framsögu á fundinum ásamt Bjarna Frey.  Á fundinum verði m.a. fjallað um uppbyggingu og möguleika í ferðaþjónustu í Skagafirði.  Deborah Robinsson og Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur komu á fundinn.  Rögnvaldur kynnti Evrópuverkefnið Guide 2000 og fór yfir rannsóknir í ferðaþjónustu á landinu og í Skagafirði.  Einnig kynnti hann stefnumótun í ferðaþjónustu.


2. Önnur mál. 

Borist hefur bréf til nefndarinnar frá sveitarstjóra.  Í bréfinu er óskað umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar um að taka þátt í útgáfu bókar sem fjalla á um Ísland um aldamótin.  Svona bók var gefin úr 1990.  Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í útgáfunni.  Kostnaður 220.000 kr. að viðbættum kostnaði vegna samningu texta og myndir. 

 

Formanni falið að skrifa bréf til veitustjórnar vegna þvottaplans við tjaldstæði á Steinsstöðum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                                    

Stefán Guðmundsson

Guðmundur Árnason

Pétur Valdimarsson

Einar Gíslason