Atvinnu- og ferðamálanefnd

02. júlí 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 02.07. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 02.07.2007, kl. 12:00.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 


DAGSKRÁ:
1)      Matarkistan Skagafjörður
2)      Hátæknisetur Íslands
3)      Háskólamenntun í Skagafirði
4)      ORF-líftækni
5)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Matarkistan Skagafjörður
Rætt um framtíðarþróun verkefnisins Matarkistunnar Skagafjarðar.  Samþykkt að veita kr. 160.000 í styrk til heimasíðugerðar fyrir verkefni á næstu vikum. 
Rætt um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
 
2)      Hátæknisetur Íslands
Rætt um fjármögnun Hátækniseturs Íslands sem sveitarfélagið rekur í samvinnu við Háskóla Íslands.
 
3)      Háskólamenntun í Skagafirði
Rætt um stöðu háskólamenntunar í Skagafirði og uppbyggingu Hólaskóla.
Samþykkt að taka þátt í afmörkuðu verkefni varðandi kynningarmál Hólaskóla  sem kom til nefndarinnar frá stýrihóp í atvinnumálum. 
 
4)      ORF-líftækni
Rætt um framhald á samstarfsverkefni með ORF-líftækni. 
 
5)      Önnur mál
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:45