Atvinnu- og ferðamálanefnd

73. fundur 26. apríl 2011 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Rekstur tjaldstæða 2011

1101201

Guðrún Brynleifsdóttir kynnti samning við verðandi rekstraraðila að tjaldsvæðunum í Vamhlíð, Hofsósi og Sauðárkróki. Nefndin samþykkir samninginn og felur Guðrúnu að ganga frá samningnum með áorðnum breytingum á fimmta og níunda lið.

2.Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2011

1102078

Sigfús Ingi kynnti rekstrarsamning vegna Uppýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð, á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga. Viggó Jónsson vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir samninginn og felur Sigfúsi að ganga frá samningnum með áorðnum breytingum á þriðja, fjórða og fimmta lið.

3.Jafnréttisáætlun 2010-2014

1008033

Kynnt voru drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010-2014. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að jafnréttisáætlun.

4.JEC composites 2011

1104126

Sigfús Ingi kynnti ferð sína og Þorsteins Broddasonar á vegum Hátækniseturs og Nýsköpunarmiðstöðvar á JEC Composites 2011 í París.

Fundi slitið - kl. 09:45.