Atvinnu- og ferðamálanefnd

17. ágúst 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 17.08. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
fimmtudaginn 17.08.2006, kl. 09:00.

DAGSKRÁ:

1)      Umræður um starfsemi nefndarinnar
2)      Verkefni nefndarinnar
3)      Erindi frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni
4)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð – starfsemin framundan
5)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
6)      Aðkoma sveitarfélagsins að atvinnuþróunarstarfi
7)      Fjármál á lið 13 - atvinnumál
8)      Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Umræður um starfsemi nefndarinnar.
Rætt um fundartíma og skipulag á starfi nefndarinnar. 
 
2)      Verkefni nefndarinnar
Sviðsstjóri lagði fram yfirlit yfir starf sviðsstjóra fyrir Atvinnu- og ferðamálanefnd síðustu mánuði og stöðu helstu verkefna.
Sviðsstjóri lagði fram samantekt varðandi kynningarmál, rætt var um skiptingu kynningarmála milli Atvinnu- og ferðamálanefndar og nýrrar Menningar- og kynningarnefndar. 
 
3)      Erindi frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni
Lagt fram erindi frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni forstöðumanni Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð dags. 1. júní 2006 þar sem hann segir starfi sínu lausu frá og með 1. september 2006.
 
4)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð – starfsemin framundan
Jakob Frímann Þorsteinsson kynnti starfsemi Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð og í framhaldinu var rætt um næstu skref varðandi rekstur stöðvarinnar. 
Samþykkt að óska eftir viðræðum við samgönguráðaneytið um endurskoðun á þeim samningi sem í gildi er um rekstur miðstöðvarinnar.   Ennfremur var samþykkt óska eftir viðræðum við SSNV um beina aðkomu samtakanna að samningi um rekstur miðstöðvarinnar.
Samþykkt að óska eftir því við SSNV atvinnuráðgjöf að hún aðstoði við starfsmannahald í miðstöðinni í september. 
Sviðsstjóra og sveitarstjóra falið að vinna að málinu fram að næsta fundi.
 
5)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
Umræðu frestað til næsta fundar
 
6)      Aðkoma sveitarfélagsins að atvinnuþróunarstarfi
Rætt var um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuþróunarstarfi, samstarf um atvinnuráðgjöf innan SSNV og fleira.
 
7)      Fjármál á lið 13 – atvinnumál
Umræðu frestað til næsta fundar
 
8)      Önnur mál
a.       Lögð fram til kynningar skýrsla varðandi upplýsingamiðlun til gesta á Landsmóti hestamanna í júní sl.
 
     
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30
 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson, Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Jakob Frímann Þorsteinsson sat fundinn undir lið 4.