Atvinnu- og ferðamálanefnd

03. júní 2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn 03.06.2005, kl. 15:00.

DAGSKRÁ:
1) Möguleikar á því að efla fiskmarkað og þjónustu við báta á Hofsósi.
2) Upplýsingaskilti í Varmahlíð
3) 100 ára afmæli mótorhjóla á Íslandi
4) Háhraða tölvutengingar í dreifbýli Skagafjarðar
5) Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005
6) Upplýsingaathvörf í Skagafirði
7) Gular síður
8) Hátæknisetur á Sauðárkróki
9) Stefnumörkun í ferðaþjónustu
10) Hafnardagur á Sauðárkróki
11) Sýningin Norðurland 2005 
12) Nýsköpunarsjóður námsmanna
13) Viðburðadagatal fyrir Norðurland vestra 2005
14) Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1) Möguleikar á því að efla fiskmarkað og þjónustu við báta á Hofsósi.
Lögð fram úttekt frá atvinnuráðgjafa um aðstöðu fyrir smábáta í Hofsósi  í framhaldi af umræðum í Atvinnu- og ferðamálanefnd 1.03. sl.  Niðurstaðan er sú að margvíslegir möguleikar séu á því að bæta umhverfi smábátaútgerðar og efla Hofsós sem verstöð fyrir smábáta. Samþykkt að óska eftir fund með Byggðaráði þar sem ræddar yrðu leiðir til að hrinda í framkvæmd hluta þeirra tillagna sem fram koma í úttektinni.  Sviðsstjóra falið að senda Samgöngunefnd úttektina til kynningar.


2) Upplýsingaskilti í Varmahlíð
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra um möguleika á því að setja upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn í Varmahlíð.  Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.

3) 100 ára afmæli mótorhjóla á Íslandi

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra þar sem fram kemur kostnaður við að ganga frá tjaldstæðum á Nöfum með rennandi vatni og lausum snyrtingum.    Nefndin samþykkir leggja allt að 400.000 og óska jafnframt eftir samstarfi við Skagafjarðaveitur og Félags- og tómstundanefnd um fjármögnun og framkvæmd vegna annarra viðburða sem munu geta nýtt áðurnefnda aðstöðu.

4) Háhraða tölvutengingar í dreifbýli Skagafjarðar

Rætt um möguleika á háhraðatengingum í dreifbýli og þéttbýli í Skagafirði.  Samþykkt að óska eftir fundi með stjórn Fjölnets á Sauðárkróki og sviðsstjóra falið að skoða áfram möguleika á háhraðatenginum í dreifbýli.

5) Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005

Lagt fram erindi frá Jakob um möguleika á því að framkvæma gagnasöfnun um ferðaþjónustu í Skagafirði í sumar.  Samþykkt að leggja kr. 100.000 til verksins og fela upplýsingamiðstöðinni framkvæmd.

6) Upplýsingaathvörf í Skagafirði

Rætt um möguleika á því að bæta miðlun upplýsinga á jaðarsvæðum s.s. í Ketilási og víðar.  Samþykkt að leggja til verksins 50.000 kr.

7) Gular síður

Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála og sýndi frumútgáfu af gulum síðum á netinu.

8) Hátæknisetur á Sauðárkróki

Sviðsstjóri sagði frá stöðu mála.  Ákveðið var að halda kynningu á málinu næstkomandi fimmtudag, 9. júní kl. 15:00 fyrir sveitarstjórnarfulltrúa.

9) Stefnumörkun í ferðaþjónustu

Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála varðandi stefnumótun og sagði frá fundi sem verður næstkomandi þriðjudag.   

10) Hafnardagur á Sauðárkróki

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra um Hafnardag 2005.  Nefndin samþykkir að leggja kr. 300.000 í framkvæmd Hafnardags og óska eftir samvinnu við Fræðslu- og menningarnefnd og Samgöngunefnd um málið.

11) Sýningin Norðurland 2005
 
Sviðsstjóri skýrði frá þátttöku sveitarfélagsins í sýningunni Norðurland 2005 sem gekk vel.

12) Nýsköpunarsjóður námsmanna

Verkefnalisti lagður fram til kynningar.  Framlag Sveitarfélagsins verður 715.000 kr. fyrir árið 2005.

13) Viðburðadagatal fyrir Norðurland vestra 2005

Drög af viðburðadagatali lögð fram til kynningar.  Upplýsingamiðstöðin gefur út.

14) Önnur mál

Jón Garðarson óskar bókað að hann óski eftir því að upplýsingar um drög að samkomulagi milli Iðnaðarráðaneytisins, Alcoa, Húsavíkurkaupstaðar og Akureyrarbæjar verði kynntar á næsta fundi.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.

Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerð lesin upp og samþykkt