Atvinnu- og ferðamálanefnd

08. mars 2005
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 08.03.2005
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 8. mars 2005, kl. 16:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Samstarf við FNV um eflingu iðnnáms
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3)      Sýningin Norðurland 2005
4)      Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Samstarf við FNV um eflingu iðnnáms
Fulltrúar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Jón Hjartarson og Þorkell Þorsteinsson komu til fundar og ræddu mögulegt samstarf skólans og Sveitarfélagsins varðandi uppbyggingu iðnnáms við skólann.
 
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Guðrún Þóra forstöðumaður Ferðamáladeildar Hólaskóla kom til fundar.  Sviðsstjóri lagði fram til kynningar drög að samningi við Ferðamáladeild Hólaskóla um gerð stefnumótunar fyrir Ferðaþjónustu í Skagafirði 2006-2010.  Nefndin samþykkir samninginn sem er í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á málinu frá 2. des. 2004.
 
3)      Sýningin Norðurland 2005
Lagt fram erindi frá Athygli ehf. um sýninguna Norðurland 2005 á Akureyri 13.-16. maí n.k.  Sviðsstjóra falið að ræða við fulltrúa atvinnulífs um sameiginlega þátttöku í sýningunni.
 
4)      Önnur mál
Lagt fram til kynningar bréf frá Samgönguráðaneytinu varðandi vinnuhóp til að móta heildarstefnu fyrir framtíðarskipan eignarhalds og reksturs vitajarða á Íslandi.  Sviðsstjóra falið að afla vitneskju um málið.
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Vaxtasamningi Eyjafjarðar.
Sviðsstjóra falið að ræða við verkefnisstjóra Vaxtasamningsins.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.
 
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.