Atvinnu- og ferðamálanefnd

07. október 2004
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 06.10.2004

 
Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 07.10.2004 kl. 11:00.
 
DAGSKRÁ:
1) Broadband in Rural Areas. 
   Þórarinn Sólmundarson frá Byggðastofnun kemur til fundar.
2) Könnun á starfskjörum fólks innan sveitarfélagsins. 
   Þorsteinn Broddason frá ANVEST kemur til fundar.
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
   Staða vinnu sviðsstjóra og atvinnuráðgjafa við málið.
4) Staða fjárhagsáætlunar til atvinnumála fyrir árið 2004.
5) Gulu síðurnar – gagnagrunnur fyrir þjónustu í Skagafirði á skagafjordur.is. 
   Erindi frá sviðsstjóra.
6) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi.
7) Innsend erindi:
     a) Bréf frá Ferðamálaráði um Ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs árið 2004.
     b) Útgáfa á blaði um Norðurland, þátttaka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
     c) Erindi frá Fagráði upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð.
8) Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
1) Broadband in Rural Areas. 
Þórarinn Sólmundarson frá Byggðastofnun kom á fund og kynnti fyrirhugaða umsókn að verkefninu Broadband in rural areas sem Byggðastofnun, Landssíminn, Póst- og fjarskiptastofnun vinna á þessa dagana.
Nefndin lýsir áhuga á verkefninu og felur sviðsstjóra að vinna að málinu.
 
2) Könnun á starfskjörum fólks innan sveitarfélagsins. 
Þorsteinn Broddason frá ANVEST kom á fundinn og kynnti minnisblað um meðaltalslaun innan sveitarfélagsins sem hann vann upp úr gögnum frá Ríkisskattstjóra.
Rætt um niðurstöður og ákveðið að vinna áfram að málinu fyrir næsta fund.
 
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
Lögð fram gögn til kynningar.
 
4) Staða fjárhagsáætlunar til atvinnumála fyrir árið 2004. 
Sviðsstjóri kynnti stöðu fjármála á lið 13.
 
5) Gulu síðurnar – gagnagrunnur fyrir þjónustu í Skagafirði á skagafjordur.is. 
Erindi frá sviðsstjóra lagt fram til kynningar.
 
6) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi. Ákveðið að funda með stjórn MFN undir lok mánaðarins.
7) Innsend erindi:
   a) Bréf frá Ferðamálaráði um Ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs árið 2004.
      Samþykkt að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
   b) Útgáfa á blaði um Norðurland, þátttaka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
      Lagt fram til kynningar.
   c) Erindi frá Fagráði upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð.
      nefndin samþykkir erindi ráðsins svo fremi að það feli ekki í sér frekari fjárskuldbindingar en þegar hafa verið ákveðnar.
      Jón Garðarsson lagði fram spurningu um fyrirkomulag rekstrar og það hvort rétt sé að vista fjárhagslega umsýslu upplýsingamiðstöðvarinnar hjá sveitarfélaginu.
 
8) Önnur mál.
   Voru engin.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.