Atvinnu- og ferðamálanefnd

12002. fundur 25. júlí 2002

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 1 – 25.07.2002

            Ár 2002, fimmtudaginn 25. júlí kl. 1300, kom Atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar í Ráðhúsinu.
           
Mættir voru: Bjarni Jónsson, Bjarni Egilsson, Jón Garðarsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.
 
DAGSKRÁ:
                    1.      Kosning formanns.
  
                 2.      Kosning varaformanns.
  
                 3.      Kosning ritara.
  
                 4.      Önnur mál. 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Fram kom tillaga um Bjarna Jónsson sem formann og var hún samþykkt..
2.      Fram kom tillaga um Bjarna Egilsson sem varaformann og var hún samþykkt..
3.      Fram kom tillaga um Jón Garðarsson sem ritara og var hún samþykkt.
4.      Önnur mál:
a.         Nýkjörinn formaður greindi frá gildandi samningum milli sveitarfélagsins og Atvinnuþróunarfélagsins Hrings er tengjast ferðamálum.
b.         Rætt um stöðu ferðamálafulltrúa og Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð og möguleika á aukinni þjónustu.
c.         Umræða um ferðamál sem tengjast Drangey.
d.         Kynning á styrktarsjóði EBÍ og ákveðið að vinna að umsókn.
e.         Úrskurður Umhverfisráðuneytisins dags. 5. júlí 2002 vegna mats á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar í Skagafirði lagður fram til kynningar. 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:30
Bjarni Jónsson
 Bjarni Egilsson
  Jón Garðarsson
                                   Ársæll Guðmundsson