Atvinnu- og ferðamálanefnd

56. fundur 20. desember 2000
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  56 – 20.12.2000

  Miðvikudaginn 20. desember árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

        Mættir: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason og Stefán Guðmundsson.

DAGSKRÁ:
                1.      Bréf frá Invest vegna atvinnuþróunarstarfs í landshlutum.
                2.      Fundur með Einari Einarssyni í Steinullarverksmiðjunni
                3.      Ferðamiðstöð Skagafjarðar.

AFGREIÐSLUR:
1.   Borist hefur bréf frá Invest þar sem fjallað er um samninga Byggðastofnunar og Invest
      um stuðning stofnunarinnar við atvinnuþróunarstarf í landshlutum.

2.      Formaður skýrði frá fundi, sem Stefán og Brynjar áttu með Einari Einarssyni framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar varðandi atvinnumál.
3.      Borist hefur bréf frá Ferðamiðstöð Skagafjarðar ehf þar sem óskað er eftir að Atvinnu- og ferðamálanefnd greiði framlagða reikninga vegna fjárfestinga við upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð að upphæð kr. 857.368. Nefndin samþykkir að verða við þessari beiðni enda falli umræddar fjárfestingar til Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Þessi fjárhæð greiðist af framlagi Invest til ferðamála í Skagafirði.

                               
Fleira ekki gert og fundi slitið.
  
                                        
                                                    Einar Gíslason, ritari