Atvinnu- og ferðamálanefnd

46. fundur 12. apríl 2000
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 46 – 12.04.2000

Miðvikudaginn 12. apríl árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason og Stefán Guðmundsson.
DAGSKRÁ:
  1. Ferðamiðstöð Skagafjarðar.
  2. Fundur með formönnum veiðifélaga í Skagafirði og vatnabændum.
  3. Hestadagar í Skagafirði.
  4. Gönguferð að Óskatjörn í Tindastól.
AFGREIÐSLUR:
 1. Orri Hlöðversson mætti á fundinn og gerði grein fyrir stofnun Ferðamiðstöðar Skagafjarðar. Hlutverk félagsins er m.a. að markaðssetja Skagafjörð sem vænlegan áningastað fyrir ferðamenn, styðja nýsköpun í feramálum á svæðinu og vinna að sameiningu fjármagns, starfsemi og stjórnun til hagsmuna fyrir félagið. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að gerður verði samningur við INVEST um fjármagn til Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar. Þá vék Orri af fundi.
 2. Ákveðið að boða til fundar með formönnum veiðifélaga í Skagafirði og fulltrúum vatnabænda. Markmiðið er að efla samvinnu og auka nytja af veiðum. Bjarni Jónsson verði fenginn til að hafa framsögu á fundinum.
 3. Rætt um framhald á hestadögum í Skagafirði. Ákveðið að óska eftir fundi með stjórn Hestamiðstöðvar Íslands og Bjarna Maronssyni formanni Hrossaræktarsambands Skagfirðinga.
 4. Ákveðið að boða fulltrúa Ferðafélags Skagafjarðar á fund til að ræða gönguferð að Óskatjörn á þessu sumri.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson
Einar Gíslason