Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Atvinnulífssýning 2023
2302069
Ákveðið að halda Atvinnulífssýningu helgina 20.-21. maí nk. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Nefndin felur starfsmönnum að opna fyrir skráningu fyrirtækja á sýninguna ásamt frekari undirbúningi.
Nefndin felur starfsmönnum að opna fyrir skráningu fyrirtækja á sýninguna ásamt frekari undirbúningi.
2.Icelandic Roots gives back to 5 emigration ports in Iceland
2302071
Tekið til kynningar verkefni á vegum Icelandic Roots. Samtökin hafa að markmiði að efla áhuga og þekkingu á Íslandssögu og menningu en líka að styrkja samband Íslendinga og Vestur-Íslendinga. Vilja samtökin gefa minningarskilt og tré til minningar um vesturfara sem fóru í Vesturheim frá Sauðárkróki.
3.Helgaropnun Héraðsbókasafns Skagfirðinga
2302223
Tekið fyrir erindi frá Huldu Gunnarsdóttur, dagsett 15. febrúar 2023, um helgaropnun á Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Leggur hún til að safnið verði opið einn laugardag í mánuði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar gott erindi. Ekki hefur verið gert ráð fyrir aukinni opnun í fjárhagsáætlun en nefndin mun taka þetta til skoðunar með Héraðsbókaverði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar gott erindi. Ekki hefur verið gert ráð fyrir aukinni opnun í fjárhagsáætlun en nefndin mun taka þetta til skoðunar með Héraðsbókaverði.
4.Upplýsingamiðstöð Skagafjarðar - samningur 2023
2303060
Tekin fyrir samningur milli Alþýðulistar og Skagafjarðar um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
5.Clean up Iceland
2302169
Tekið til kynningar verkefnið Clean up Iceland á vegum AECO. Verkefnið gegnur út á að farþegar skemmtiferðaskipa gangi fjörur og safni rusli. Ruslinu er svo safnað saman um borð í skemmtiferðaskipið og losað í næstu viðkomuhöfn. Skagafjarðahafnir eru þátttakendur í verkefninu.
6.Héraðsbókavörður, tilkynning um starfslok
2303094
Tekið til kynningar starfslok Þórdísar Friðbjörnsdóttur, héraðsbókavarðar Héraðsbókasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Þórdísi fyrir gott og gjöfult samstarf í gegnum árin og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Þórdísi fyrir gott og gjöfult samstarf í gegnum árin og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Fundi slitið - kl. 17:30.