Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

78. fundur 26. júní 2020 kl. 09:30 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Félagsleikar Fljótamanna - styrkbeiðni

2006170

Tekin fyrir styrktarbeiðni dagsett 18.06.2020 frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna Félagsleika Fljótamanna - Félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum, hollvina og gesta um verslunarmannahelgina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. Tekið af málaflokki 05710.

2.Styrkbeiðni vegna sýningarinnar Bakkabræður

2006095

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu dagsett 11.06.2020 vegna sýningarinnar Bakkabræður sem haldin var á Sauðárkróki 18. júní sl.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að veita leikhópnum aðstoð við kynningu á miðlum sveitarfélagsins en hafnar beiðni um fjárstyrk að þessu sinni.

3.Norðurlands jakinn 2020

2006194

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags Kraftamanna dagsett 19.06.2020 vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn sem fyrirhugað er að halda dagana 28. - 30. ágúst nk. á Sauðárkróki. Í sjónvarpsþætti sem sýndur verður á RÚV um keppnina verður fléttað saman aflraunum, náttúru og sögu staðarins, ásamt lífi fólksins þar fyrr og síðar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í verkefnið og samþykkir að veita 200.000 kr styrk ásamt einni máltíð fyrir keppendur og starfslið. Tekið af lið 13890.

4.Nýtt kennimerki fyrir Byggðasafn, Héraðsskjalasafn og Héraðsbókasafn Skagfirðinga

2005257

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafnsskagfirðinga, Sólborgu Unu Pálsdóttur héraðsskjalaverði og Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði dagsett 27.05.2020 vegna breytinga á kennimerki Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, Héraðsbókasafni Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga.

Ragnheiður Halldórsdóttir og Inga Katrín Magnúsdóttir viku af fundi undir þessum lið. Jóhanna Ey Harðardóttir, varamaður Ragnheiðar Halldórsdóttur sat fundinn undir þessum lið.

Er óskað eftir leyfi til að taka upp nýtt kennimerki fyrir söfnin. Í erindinu kemur fram að leitað var innblásturs á meðal prýðisgripa sem varðveitt eru hjá Byggðasafni Skagfirðinga með áherslu á útskurð, en það er gott dæmi um alþýðulist sem tengir söfnin saman. Útskurðurinn sem er fyrirmynd auðkennisins prýðir kistil frá 1767 sem var í eigu Guðrúnar Björnsdóttur frá Skíðastöðum í Laxárdal. Myndmál útskurðartáknsins getur vel táknað söfnin fjögur, eitt lauf stendur fyrir hvert safn, sem tengjast innan banda Skagafjarðar og skagfirsks menningararfs. Auðkennin eru eins en hvert safn er með sinn lit og þar af leiðandi sitt sérkenni.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir erindið og óskar söfnunum til hamingju með nýtt merki.

5.Hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

2006235

Atvinnu-,menningar- og kynningarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að unnin verði hönnunarstaðall fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Nendin telur mikilvægt að sveitarfélagið komi sér upp hönnunarstaðli svo samræmi sé í framsetningu á byggðamerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Leggur nefndin til að starfsmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hafi umsjón með verkefninu.

6.Markaðsátak - Skagafjörður sem búsetukostur

2006237

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur mikilvægt að halda á lofti að Sveitarfélagið Skagafjörður sé vænlegur búsetukostur. Nefndin felur starfmönnum sínum að hefja undirbúning að markaðsátaki þar sem áhersla verður lögð á þá fjölbreyttu þjónustu, náttúru, menningu og atvinnulíf sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.

7.Sæluvika 2020

2006218

Tekið til umfjöllunar hvort halda eigi Sæluviku Skagfirðinga í september nk. Vegna aðstæðna í samfélaginu af völdum Covid-19 var ekki unnt að halda Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl eins og hefð er fyrir.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að halda Sæluviku dagana 27. september til 3. október.

Fundi slitið - kl. 11:30.