Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

75. fundur 11. mars 2020 kl. 14:00 - 15:08 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Styrkbeiðni fyrir tónleikunum Opera Gala í Sæluviku

2002141

Umsækjandi dró styrkbeiðni til baka.

2.Matarhátíð í Skagafirði - verkefni

2002237

Lagt fram bréf dags. 21.febrúar 2020 frá Kolfinnu Kristínardóttur um styrkbeiðni vegna matarhátíðar í Sæluviku.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að fá nánari upplýsingar um útfærslu verkefnisins.

3.Félagsheimilið Árgarður rekstrarumsókn

2001038

Tekin fyrir umsókn um rekstur félagsheimilisins Árgarðs. Ákveðið var að auglýsa reksturinn á 73. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 22. janúar og rann umsóknarfrestur út þann 19. febrúar sl. Alls barst ein umsókn.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Friðrik Rúnar Friðriksson og leggja samninginn fyrir nefndina.

4.Fundagerðir Markaðsstofa Norðurlands

2002045

Lagt fram til kynningar.

5.Komur skemmtiferðaskipa 2020-2022

2003086

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um komur skemmtiferðaskipa í Skagafjörð 2020 - 2022. 18 skip eru bókuð á þessu tímabili.
Kynningarfundur um verkefnið Clean up Iceland, þar sem farþegar frá leiðangurskipum fara í land og tína rusl við strendur Íslands. Fundurinn verður haldinn þann 28. mars nk á Sauðárkróki.

Fundi slitið - kl. 15:08.