Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

66. fundur 05. júní 2019 kl. 14:00 - 14:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umsókn um styrk vegna sögu skólahalds og sundkennslu í Fljótum

1905014

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Söguskjóðunni slf vegna sýningar um sögu skólahalds og sundkennslu í Fljótum dagsett 30.04.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og fagnar því að verið sé að vinna að menningarverkefnum í Fljótum. Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

2.Lummudagar styrkumsókn

1905187

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skagafjarðarhraðlestinni sem barst 23.05.2019 vegna Lummudaga sem haldnir verða dagana 28.-29. júní.
Gunnsteinn Björnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja hátíðina um 300.000 kr og hvetur alla Skagfirðinga til að taka þátt og njóta samveru, gleði og fjölskyldu sem eru markorð Lummudaga.

3.Styrkbeiðni Leikhópurinn Lotta

1905233

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu dagsett 28.05.2019 vegna sýningarinnar Litla hafmeyjan sem sýnd verður í Litla Skógi 20. júlí nk.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að veita 25.000 kr styrk. Auk þess er starfsfólki nefndarinnar falið að veita aðstoð við aðgengi að rafmagni og kynningu á miðlum Sveitarfélagsins.

4.Styrkbeiðni - Hofsós heim

1905009

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 30.04.2019 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður helgina 28.- 30. júní.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að veita styrk að upphæð 300.000 kr. og hvetjur Skagfirðinga til að sækja Hofsós heim.

5.Styrkbeiðni - Félagsleikar Fljótamanna

1905119

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Einari Sigurmundssyni dagsett 26.04.2019 vegna Félagsleika Fljótamanna sem haldnir verða um verslunarmannahelgina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir ánægju sinni með framtakið og samþykkir að styrkja verkefnið um 75.000 kr. Jafnframt vill nefndin benda á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og Menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga ef framhald verður á verkefninu.

6.Umsókn um málverkakaup

1906030

Tekin fyrir umsókn frá Sólborgu Unu Pálsdóttur, héraðsskjalaverði, dagsett 03.06.2019 um heimild til að nýta fjármagn Listaverkasjóðs Listasafns Skagfirðinga til kaupa á listaverkum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd veitir heimild á færslu á milli fjárhagsliða að fjárhæð 450.000 kr.

Fundi slitið - kl. 14:40.