Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

65. fundur 26. apríl 2019 kl. 13:30 - 13:56 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samfélagsverðlaun 2019 - tilnefningar

1904195

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tók fyrir tilnefningar til Samfélagsverðlauna 2019. Alls bárust 11 tilnefningar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita Geirmundi Valtýssyni Samfélagsverðlaunin 2019. Geirmundur hefur verið ein af stoðum skagfirsks menningarlífs um langan tíma og spannar ferill hans í tónlist yfir 60 ár. Geirmundur hefur stuðlað að jákvæðri ímynd Skagafjarðar og unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

2.Leikfélag Hólmavíkur - Umsókn um styrk

1904104

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikfélagi Hólmavíkur dagsett þann 9. apríl þar sem beðið er um stuðning við leiksýningu í Árgarði 27. apríl.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 35.000 kr styrk til sýningarinnar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar þessu framtaki og hvetur fólk til að fjölmenna.

3.Áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N

1904056

Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar aukningu á flugi til Akureyrar og vonar að sá vöxtur haldi áfram og eflist í framtíðinni. Jafnframt hvetur nefndin ISAVIA til að ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Akureyrarflugvelli hið fyrsta.

Fundi slitið - kl. 13:56.