Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

59. fundur 18. september 2018 kl. 14:00 - 15:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt samhljóða í upphafi fundar að taka mál númer 1809233 á dagskrá með afbrigðum.

1.Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla

1712208

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins í Samráðshóp um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla verði Ragnheiður Halldórsdóttir og Gunnsteinn Björnsson.

2.Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ 2017

1706097

Lagt fram til kynningar endurskoðað ársyfirlit 2017 vegna rekstrarstarfsemi í Glaumbæ.

3.Lummudagar - styrkumsókn

1809201

Lögð fram styrkbeiðni frá Skagafjarðarhraðlestinni vegna Lummudaga 2018.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Lummudaga um 200.000 kr. sem teknar eru af lið 05890.
Jafnframt samþykkir nefndin að bjóða forsvarsmönnum Skagafjarðarhraðlestarinnar til fundar við nefndina og ræða framtíð Lummudaga.

4.Leiksýning styrkbeiðni

1809106

Lögð fram styrkbeiðni, dagsett 10.september 2018 frá Söru Rut Arnardóttur vegna leiksýningar/uppistands.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Söru Rut um 30.000 kr. sem teknar eru af fjárhagslið 05890.

5.Landsbyggðin og leikhús styrkbeiðni

1809072

Lögð fram styrkbeiðni, dagsett 7.september 2018 frá Jóel Sæmundssyni vegna verkefnisins Landsbyggðin og leikhús á árinu 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

6.Styrkbeiðni - minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana

1804148

Lagt var fyrir erindi, vísað frá 825.fundi Byggðarráðs til umsagnar Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, vegna styrkbeiðni um minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd er því fylgjandi að minnismerkið verði reist.

7.Fjárhagsáætlun 2019 - málaflokkur 13 - AMK nefnd

1809233

Lagður fram til kynningar rammi fjárhagsáætlunar 2019 vegna málaflokka 05-menningarmál og 13-atvinnumál.

Fundi slitið - kl. 15:10.