Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

55. fundur 07. mars 2018 kl. 14:00 - 16:33 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ 2017

1706097

Undir þessum dagskrárlið kom Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður til fundar við atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ræða um endurnýjun samnings á milli Þjóðminjasafnsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ. Nefndin samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

2.Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla

1712208

Málið áður á dagskrá 54. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 9. febrúar 2018. Undir þessum dagskrárlið komu til viðræðu Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Íris Jónsdóttir og kynntu fyrir nefndinni hugmyndir um mögulega starfsemi í húsnæði Sólgarðaskóla og stofnun starfshóps þar um.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi og tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp.

3.Fjölmiðlaskýrsla 2017

1801043

Lögð fram til kynningar Fjölmiðlaskýrsla 2017 þar sem fram kemur tölulegt yfirlit um umfjöllum fjölmiðla á Íslandi um Sveitarfélagið Skagafjörð.

Fundi slitið - kl. 16:33.