Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

14. fundur 24. nóvember 2014 kl. 09:15 - 10:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - Menningarmál

1411193

Lögð fram fjárhagsáætlun og greinargerðir fyrir málaflokk 05-Menningarmál. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - Atvinnu- og ferðamál

1411194

Lögð fram fjárhagsáætlun og greinargerðir fyrir málaflokk 13-Atvinnu- og ferðamál. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til byggðarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - Kynningarmál

1411195

Lögð fram fjárhagsáætlun og greinargerð fyrir málaflokk 21470-Kynningarmál. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til byggðarráðs.

4.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga

1411187

Samþykkt að halda gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga óbreyttri á árinu 2015.

5.Félagsheimilið Ljósheimar - rekstur 2013

1411015

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir félagsheimilið Ljósheima fyrir árið 2013.

6.Rekstur félagsheimilisins Árgarðs

1411188

Rætt um rekstur félagsheimilisins Árgarðs.

7.Framkvæmdasamkeppni um útlit á gestastofu í Glaumbæ í Skagafirði

1411196

Lögð fram til kynningar umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna framkvæmdasamkeppni um gestastofu í Glaumbæ í Skagafirði.

8.Beiðni um úttektarskýrslu á félagsheimilum í Skagafirði

1411198

Lögð fram beiðni framkvæmdastjóra SSNV, f.h. Húnaþings vestra, um afhendingu á skýrslu um félagsheimili í Skagafirði sem unnin var fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd af hálfu starfsmanna SSNV. Samþykkt að framkvæmdastjóri SSNV megi kynna skýrsluna fyrir sveitarstjóra Húnaþings vestra.

Fundi slitið - kl. 10:50.