Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

96. fundur 17. janúar 2022 kl. 15:00 - 15:25 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Fundurinn fór fram með fjarfundabúnaði.

1.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2021-2022

2112186

Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 21. desember 2021, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Úthlutaður byggðakvóti til Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 155 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 140 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga. Tillögum skal skilað fyrir 21. janúar 2022.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

1.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip.“

2.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

3.
Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr.
6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi.

2.Styrkbeiðni vegna starfsemi á árinu 2022

2201145

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kristni Hugasyni fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins dagsett 14. janúar 2022.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 1.500.000 kr.

Fundi slitið - kl. 15:25.