Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt í upphafi fundar að taka á dagskrá mál 1904016 með afbrigðum.
1.Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna
1901039
Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga kom á fundinn. Farið var yfir skýrslu um starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sólborgu Unu fyrir að mæta á fund nefndarinnar og skýra stöðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Nefndin veitir henni umboð til viðræðna við önnur héraðsskjalasöfn á Norðurlandi vestra um lausnir varðandi framtíðar vistun rafrænna gagna.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sólborgu Unu fyrir að mæta á fund nefndarinnar og skýra stöðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Nefndin veitir henni umboð til viðræðna við önnur héraðsskjalasöfn á Norðurlandi vestra um lausnir varðandi framtíðar vistun rafrænna gagna.
2.Samningur Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga
1711054
Lagður fram samstarfssamningur Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um afnot og varðveislu Glaumbæjar og Víðimýrarkirkju í Skagafirði.
Inga Katrín vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og fagnar því að kominn sé á samningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands.
Inga Katrín vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og fagnar því að kominn sé á samningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands.
3.Pilsaþytur - Styrkbeiðni fyrir þjóðdansasýningu
1903094
Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Pilsaþyt dagsett 11.03.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr í styrk vegna þjóðdansasýningar í Sæluviku. Tekið af lið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr í styrk vegna þjóðdansasýningar í Sæluviku. Tekið af lið 05890.
4.Umsókn um styrk vegna Dags Kvenfélagskonunnar
1902062
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Framför vegna Dags Kvenfélagskonunnar dagsett 07.02.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita 50.000 kr í styrk vegna Dags kvenfélagskonunnar sem haldinn var hátíðlegur 1. febrúar sl. Tekið af fjárhagslið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita 50.000 kr í styrk vegna Dags kvenfélagskonunnar sem haldinn var hátíðlegur 1. febrúar sl. Tekið af fjárhagslið 05890.
5.Laugarból (205500) - Fyrirspurn um leigu á landi
1806089
Tekin til umsagnar beiðni frá Fimmunni ehf um leigu á landi sem byggðaráð vísaði til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á fundi sínum þann 16.01.19.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til að reitir 1 og 2 verði leigðir út saman þar sem erfitt er að greina á milli þeirra.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til að reitir 1 og 2 verði leigðir út saman þar sem erfitt er að greina á milli þeirra.
6.Ferðamenn í Skagafirði 2010-2018; tilboð
1902134
Tekið fyrir tilboð um skýrslugerð um fjölda og samsetningu erlendra ferðamanna í Skagafirði frá Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) dagsett 15.02.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að taka þessu tilboði og felur starfsmönnum nefndarinnar að ganga frá samningi við RRF. Fjárhæð tekin af málaflokki 13.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að taka þessu tilboði og felur starfsmönnum nefndarinnar að ganga frá samningi við RRF. Fjárhæð tekin af málaflokki 13.
7.Samningur um upplýsingamiðstöð ferðamanna í Varmahlíð 2019
1812180
Lagður fram til staðfestingar undirritaður samningur við Ferðamálastofu um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð dagsettur 20.02.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samninginn. Starfsmönnum nefndarinnar er falið að taka saman upplýsingar um fjölda gesta sem nýttu sér þjónustuna á síðasta ári.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samninginn. Starfsmönnum nefndarinnar er falið að taka saman upplýsingar um fjölda gesta sem nýttu sér þjónustuna á síðasta ári.
8.Bikarkeppni HRFÍ 23 júní 2019 - Hjólreiðafélagið Drangey
1903296
Tekið fyrir erindi frá Hjólreiðafélaginu Drangey dagsett 29.03.2019 varðandi bikarkeppni HRFÍ sem haldin verður í Skagafirði 23. júní 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og vísar málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði þar sem málið snertir mörg svið sveitarfélagsins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og vísar málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði þar sem málið snertir mörg svið sveitarfélagsins.
9.Tilmæli til Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá forvarnarteymi
1901312
Tekið fyrir erindi frá Forvarnateymi Sveitarfélagins Skagafjarðar dagsett 29.01.2019 sem félags- og tómstundarnefnd vísaði til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á fundi sínum þann 20.02.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
"Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur áherslu á það í samningum sínum við leigutaka félagsheimila í Sveitarfélaginu Skagafirði að meðferð áfengis, aldursmörk á samkomum og almennt framferði gesta í viðkomandi húsi fari fram í samræmi við gildandi lög, reglur og lögreglusamþykkt. Nefndin tekur jafnframt undir tilmæli forvarnarteymis til foreldra um að foreldrar og forráðamenn taki meðvitaða ákvörðun um hvort unglingar eigi almennt heima á skemmtunum þar sem áfengi er haft um hönd. Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna nær til 18 ára aldurs og óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára."
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
"Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur áherslu á það í samningum sínum við leigutaka félagsheimila í Sveitarfélaginu Skagafirði að meðferð áfengis, aldursmörk á samkomum og almennt framferði gesta í viðkomandi húsi fari fram í samræmi við gildandi lög, reglur og lögreglusamþykkt. Nefndin tekur jafnframt undir tilmæli forvarnarteymis til foreldra um að foreldrar og forráðamenn taki meðvitaða ákvörðun um hvort unglingar eigi almennt heima á skemmtunum þar sem áfengi er haft um hönd. Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna nær til 18 ára aldurs og óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára."
10.Menningarhús og félagsheimili í Skagafirði - eignarhald
1703293
Lögð fram til kynningar samantekt viðhalds- og rekstrarkostnaðar á félagsheimilum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
11.Styrkur vegna stuttmyndasýninga nemenda FNV
1904016
Tekin fyrir styrkumsókn vegna stuttmyndasýningar nemenda FNV í Sæluviku dagsett þann 01.04.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 25.000 kr til viðburðarins. Tekið af fjárhagslið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 25.000 kr til viðburðarins. Tekið af fjárhagslið 05890.
Fundi slitið - kl. 15:10.