Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

34. fundur 01. júlí 2016 kl. 15:00 - 17:15 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Árskýrsla 2015 - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

1606209

Til fundar við nefndina kom Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og kynnti ársskýrslu safnsins fyrir árið 2015.

2.Breytingar á húsakosti Byggðasafns Skagfirðinga

1606281

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina til byggðarráðs að gerður verði samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um makaskipti á Aðalgötu 16b (Minjahúsið) og Aðalgötu 21-21a (Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Grána) með það í huga að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.

3.Styrkbeiðni - Tónleikar VSOT

1606242

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Þórólfi Stefánssyni vegna tónleikanna Villtir svanir og tófa 2016. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Þórólf um kr. 50.000,- til hátíðarinnar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 16:10.

4.Auglýst eftir rekstraraðila að félagsheimilinu Ljósheimum

1606201

Rekstur félagsheimilisins Ljósheima var auglýstur til umsóknar með umsóknarfresti til og með 26. júní 2016. Þrjár umsóknir bárust. Voru þær frá Kvenfélaginu Framför, Þresti Jónssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur og Þorvaldi E. Þorvaldssyni og Kristínu Snorradóttur.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur á fyrri fundum rætt umsóknir tveggja fyrsttöldu umsækjendanna. Til fundarins nú komu Þorvaldur E. Þorvaldsson og Kristín Snorradóttir og fóru yfir umsókn sína um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar umsækjendum fyrir góðar umsóknir og þann áhuga sem þeir hafa sýnt málinu. Nefndin samþykkir að ganga til viðræðna við Þröst Jónsson og Kolbrúnu Jónsdóttur um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum. Nefndin leggur áherslu á að í samningi við nýjan rekstraraðila sé gert ráð fyrir að Kvenfélagið Framför geti sinnt starfsemi sinni áfram á svipaðan máta og verið hefur.

Fundi slitið - kl. 17:15.