Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

22. fundur 24. ágúst 2023 kl. 15:30 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Raftahlíð 79 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2305208

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. Guðmundar Magnússonar og Stefaníu F. Finnbogadóttur um leyfi fyrir viðbygging, garðskála á lóðinni númer 79 við Raftahlíð. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 0223, númer 01, dagsettur 14.05.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Staðarhof 3 L232026 - Umsókn um breytta notkun.

2307118

Sigurjón R. Rafnsson sækir um leyfi til að breyta notkun frístundahúss sem stendur á lóðinni Staðarhof 3, L232026, í íbúðarhús. Fyrir liggja aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir númer A101 og A102, dagsettir 10. september 2020. Erindið samþykkt.

3.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2308116

Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sækir f.h. Uppsteypu ehf. og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um stöðu- og byggingarleyfi fyrir frístunda-/gestahúsi sem byggt verður fyrir Uppsteypu ehf. á lóð, kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Valbirni Ægi Vilhjálmssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki H_2319, númer A_01, dagsettur 22.08.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Stöðuleyfi veitt, byggingaráform samþykkt.

4.Ægisstígur 4 og 6 - Girðing á lóðarmörkum.

2307132

Eyþór Fannar Sveinsson og Jónína Róbertsdóttir eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 4 við Ægisstíg og Jón Oddur Hjálmtýsson og Tinna Ýr Tryggvadóttir eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 6 við Ægisstíg sækja um leyfi fyrir skjólveggjum á lóðarmörkum samkvæmt meðfylgjandi skýringarmynd dagsettri 18. júlí 2023. Fyrir liggur samþykki skipulagsnefndar frá 29. fundi þann 27. júlí 2023. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:15.