Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

21. fundur 31. júlí 2023 kl. 13:15 - 14:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Glaumbær III L224804 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2305207

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. Gísla Gunnarssonar og Þuríðar Kristj Þorbergsdóttur um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni Glaumbær lll, L224804. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 0423, númer 01, dagsettur 12.05.2023, breytt 11.07.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Eyrarvegur 20 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2307062

Þórður Karl Gunnarsson sækir f.h. Kaupfélag Skagfirðinga um leyfi fyrir viðbyggingu, gæruskýli úr stálgrind við vesturhlið kjötafurðarstöðvar KS sem stendur á lóðinni númer 20 við Eyrarveg. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdrættir í verki 30270301 númer A-100 og A-101, dagsettir 05.07.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Brekkupartur-efri L146077 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2307093

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. Sigríðar Kjartansdóttur um leyfi til að byggja við og klæða utan frístundahús. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttir í verki 0523, númer A 01 og A 02, dagsettir 16.07.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Skagfirðingabraut 22 (L143699) - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2307091

Jón Þór Þorvaldsson arkitekt sækir f.h. eignasjóðs Skagafjarðar um heimild til að gera breytingar og endurbætur á húsnæði Árskóla við Skagfirðingabraut 22. Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga á vesturhlið A-álmu ásamt því að einangra og klæða þá hlið. Einnig sótt um leyfi til að endurnýja glugga í - C-álmu, aðalanddyri. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda, uppdrættir í verki 2309 ÁRSK, nr. A-100, A-220, A-221 og A-222. dagsettir 14. júlí 2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 3 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

5.Skólagata (L146652) - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2307085

Jón Þór Þorvaldsson arkitekt sækir f.h. eignasjóðs Skagafjarðar um heimild til að gera breytingar og endurbætur á húsnæði Grunnskólans austan vatna við Skólagötu L146652. Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga á vesturhlið nýrri hluta skólans ásamt því að einangra og klæða hlið og kverk á suðurhlið sem tengir saman byggingarhluta, einangra og klæða norðurhlið og austurgafl eldra húss. Einnig verða þakklæðningar endurnýjaðar. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda, uppdrættir í verki HOFS-2308, nr. A 100 ,A 101, A-200-A, A-201-A, A-202-A og A-203-A, dagsettir 14. júlí 2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 3 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

6.Kakalaskáli - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

2307112

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-042289, dagsettur 19. júlí 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Sigurðar Hansen, f.h. Kakalaskáli ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki II - E Kaffihús - F Krá í Kakalaskála að Kringlumýri, F2141925. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Stóru-Akrar 1, L146342 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2307116

Bragi Þór Haraldsson tæknifræðingur sækir fh. Gunnars Sigurðssonar um leyfi til að byggja stöðvarhús fyrir litla rennslisvirkjun í landi Stóru-Akra 1. Í húsinu verður inntak þrýstivatnspípu, túrbína, rafall, frárennslisstokkur auk stjórnbúnaðar. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda, uppdrættir í verki númer 707904, nr. A-101, A-102 og B-101, dagsettir 22. júní 2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

8.Hafragil land L145885 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

2307090

Magnús Ingvarsson sækir fh. Kára Sveinssonar og Margrétar F. Guðmundsdóttur, eigenda Hafragils land L145885, um heimild til að gera breytingar og endurbætur á íbúðarhúsi auk þess að byggja við húsið. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda, uppdrættir í verki 23001, nr. C41.001 A og C41.002 A, dagsettir 27. júní 2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:15.