Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

3. fundur 12. júlí 2022 kl. 15:00 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um stöðuleyfi

2206108

Garðar Páll Jónsson sækir f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um leyfi til að staðsetja tvær gámaeiningar tímabundið á lóðinni nr. 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Meðfylgjandi gögn gerð á Stoð ehf. Verkfræðistofu, dagsett 1. júní gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.

2.Brúnastaðir L146789, gestahús - Umsagnarbeiði vegna rekstrarleyfis

2206161

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022-021405, dagsettur 13. júní 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar varðandi umsókn Stefaníu Leifsdóttur f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt.680911-0530, um leyfi til að reka kaffihús með útiveitingum, veitingaleyfi í flokki II í gestahúsi á Brúnastöðum í Fljótum, L146789, fasteignanúmer 2143898, mhl. 10 á jörðinni. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Lambanes-Reykir (224486)-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

2206240

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022022175, dagsettur 16. júní 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar varðandi umsókn Stefaníu Leifsdóttur f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt.680911-0530, um leyfi til að reka gististað í flokki II minna gistiheimili að Lambanes-Reykjum lóð B, L224486 í Fljótum. Fasteignanúmer 2144120. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Lyngbrekka - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2207036

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. Önnu Ragnarsdóttur og Ólafs Björnssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Lyngbrekku, L232788. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki 621, númer 01, 02, 03 og 04, dagsettir 29. nóvember 2021. Byggingaráform samþykkt.

5.Brekkutún 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2207026

Ingvar Gýjar Sigurðarson sækir f.h. Páls Sighvatssonar og Margrétar Grétarsdóttur um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 4 við Brekkutún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3204, númer A-101 og A-102, dagsettur 2. júlí 2022. Byggingaráform samþykkt.

6.Umsókn um byggingarleyfi - Birkihlíð 37.

2207085

Björn Mikaelsson og Sveinsína G. Steindórsdóttir sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinnin númer 37 við Birkihlíð. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 0322, númer 01, dagsettur 11. júlí 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Hólavegur 25.

2207084

Friðrik S. Pálmason sækir um leyfi til að að gera breytingar á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinnin númer 25 við Hólaveg. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari G. Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdráttur í verki 32022, númer A-01, dagsettur 29. maí 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:45.