Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

107. fundur 08. júlí 2020 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lóð 70 við Sauðárhlíð - Umsókn um byggingarleyfi

2006138

Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149, sækir f.h. Ljónagryfjunnar ehf. kt. 520407-0730 um leyfi til að byggja við núverandi húsnæði á lóð 70 við Sauðárhlíð L144009. Fyrirhugðuð byggingin mun hýsa veitingastað. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 5051, númer A-100 og A-101, dagsettir 12. júní 2020. Byggingaráform samþykkt.

2.Aðalgata 7 - Umsókn um byggingarleyfi

2007061

Tómas Árdal kt. 210959-5489, sækir f.h. Stá ehf. kt. 520997-2029 um leyfi fyrir breytingum á innangerð veitinga- og þjónustuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 7 við Aðalgötu.Framlagðir uppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469. Uppdrættir eru í verki númer B-012, dagsettir 1. júlí 2020. Byggingaráform samþykkt.

3.Laugatún 1 nh. - Umsókn um byggingarleyfi

2007031

Auður Haraldsdóttir kt. 030167-3929 og Gunnar Björn Rögnvaldsson kt. 151164-3079 eigendur íbúðar með fasteignanúmerið F2131952, neðri hæð í fjöleignahúsi á lóðinni númer 1 við Laugatún sækja um leyfi fyrir stoðvegg ásamt því að setja hurð á suðurhlið hússins. Einnig sótt um leyfi fyrir 14,5m² garðhúsi á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdrættir í verki nr. 143563, dags. 4. júní 2020, nr. A-100 og A-101. Byggingarleyfi veitt.

4.Lýtingsstaðir L219794 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

2007040

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. júlí 2020 úr máli 2007073 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 3. júlí 2020 sækir Evelyn Ýr Kuhne, kt. 050373-2239, um leyfi til að reka gististað í flokki II í þremur sumarhúsum að Lýtingsstöðum L219794. Fasteignanr. F2323962, mhl. 01,02 og 03. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Syðra-Skörðugil, L146065- Umsagnabeiðni vegna rekstrarleyfis

2006281

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. júní 2020 úr máli 2006376 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 23. júní 2020 sækir Elvar E. Einarsson, kt. 141172-3879, f.h. Ferðaþjónustunnar Syðra-Skörðugili, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Syðra-Skörðugili L146065. Fasteignanr. F2140619, mhl. 03. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Hólatún 14 - Umsókn um byggingarleyfi

2007081

Stefán Árnason byggingarfræðingur kt. 020346-4269, sækir f.h. Þorgríms G. Pálmasonar kt. 010554-4629 um leyfi til að byggja við bílskúr sem stendur á lóðinni númer 14 við Hólatún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 2020-033, númer 100, 101 og 102, dagsettir 01. júlí 2020. Byggingaráform samþykkt.

7.Skíðasvæði í Tindastól 199730 - Umsókn um byggingarleyfi

2007082

Sigurður Bjarni Rafnsson kt. 100371-4809, sækir f.h. Skíðadeildar UMF Tindastóls kt. 690390-1329 um leyfi til að setja upp Moelven Modul húseiningar á skíðasvæði Tindastóls. Húseiningarnar verða innréttaðar til gistingar, ásamt tilheyrandi aðstöðu.
Framlagðir uppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu kt. 611276-0289 af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki 20164, númer C41.001 A og C41.002, dagsettir 8. júlí 2020. Byggingaráform samþykkt.

8.Hólkot 146543 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

2007083

Halldór Ingólfur Hjálmarsson kt. 3001552789 sækir f.h. eigenda jarðarinnar Hólkots L146543 um leyfi til að rifa eftirtalin mannvirki á jörðinni. Mhl 03, fjós byggt árið 1956. Mhl 04, fjárhús byggt árið 1956. Mhl 06, hlaða byggð árið 1956. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.