Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

106. fundur 25. júní 2020 kl. 16:00 - 17:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 51 - Umsókn um byggingarleyfi.

2006110

Þórólfur Gíslason sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 um leyfi fyrir breytingum á eldra bílahúsi Mjólkursamlagsins á lóðinni númer 51 við Skagfirðingabraut, ásamt uppsetningu hráefnatanka við próteinverksmiðju. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 531702, númer A-100 og A-101 dagsettir 30. maí 2020 og í verki 531804, númer A-101, B-101 og B-102, dagsettir 6. apríl 2020. Byggingaráform samþykkt.

2.Helgustaðir L223795 - Umsókn um byggingarleyfi

2006186

Guðjón Magnússon kt. 250572-4929 og Helga Óskarsdóttir kt.310184-3659 sækja um leyfi til að byggja fjárskýli á landinu Helgustaðir, L223795 í Hegranesi. Framlagður uppdráttur gerður af Trausta Val Traustasyni kt. 160783-5249. Uppdráttur er í verki 0032020, númer A-01 dagsettur 23.05.2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Áshilldarholt - Umsókn um byggingarleyfi

2006134

Reynir Ásberg Jónmundsson kt. 300881-3009 og Eygló Gunnlaugsdóttir kt. 050288-2699 sækja um leyfi til að einangra og klæða utan einbýlishúss sem stendur á jörðinni Áshildarholt, L145917 í Borgarsveit, ásamt því að skipta um hurðir og glugga. Klæðningarefni Canexel utanhúss klæðning. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdráttur er í verki 766301, númer A-101, dagsettur 12. júní 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Skagfirðingabraut 10 - Umsókn um byggingarleyfi

2005223

Guðbjartur Á. Ólafsson kt. 121248-2399 sækir f.h. Guðnýjar Friðfinnsdóttur kt. 201084-2539 og Drengs Óla Þorsteinssonar kt. 270981-3999, um leyfi til að hækka og endurbyggja geymslu á lóðinni númer 10 við Skagfirðingabraut. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki GÓ-2020-05, númer A100 og B001, dagsettir 29.05.2020 og 22.05.2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Öldustígur 13 - Umsókn um byggingarleyfi

2006157

Guðmundur H. Kristjánsson
kt. 300765-3199 og Margrét H. Björnsdóttir kt. 090878-5229 sækja um leyfi til að einangra og klæða utan einbýlishús og bílskúr sem stendur á lóðinni númer 13 við Öldustíg. Klæðningarefni Canexel utanhúss klæðning. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Birkihlíð 15 - Umsókn um byggingarleyfi

2006188

Gísli Kristjánsson kt. 071149-2349 sækir um leyfi til byggja stoðvegg sem liggur samsíða gangstétt á norður mörkum lóðarinnar Birkihlíðar 15 og hluta á lóðarmörkum Birkihlíðar 13.
Framlagður uppdráttur gerður af Trausta Val Traustasyni kt. 160783-5249 í verki 3122, númer B-01, dagsettur 9. júní 2020. Fyrir liggur samþykki eiganda Birkihlíðar 13. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

7.Öldustígur 11 - Umsókn um byggingarleyfi

2006090

Ásta Hallgrímsdóttir kt. 240451-2639 sækir um leyfi fyrir smáhýsi, skjólvegg og klæða utan bílskúr sem stendur á lóðinni númer 11 við Öldustíg. Klæðningarefni bárustál. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

8.Suðurgata 10 - Umsókn um byggingarleyfi

2006069

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson kt. 091263-4409 sækir um leyfi fyrir breytingum á gluggum að Suðurgötu 10. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðnum breytingum. Fyrir liggur umsögn hlutaðeigandi umsagnar aðila. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

9.Birkihlíð 2 - Umsókn um byggingarleyfi

2006089

Ólafur Guðmundsson kt. 020582-5299 sækir um leyfi til að fjarlægja svalir á suðurhlið einbýkishúss sem stendur á lóðinnin númer 2 við Birkihlíð á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

10.Hólar í Fljótum (146816) - Umsókn um byggingarleyfi

2006129

Stefán Þór Kristinsson kt. 170786-2979 f.h. eigendi Hóla í Fljótum L 146816 sækir um leyfi til að byggja íbúðarhúsnæði og bílgeymslu á lóð sem verið er að stofna úr landi jarðarinnar. Framlagðir uppdrættir gerðir á Pro-Ark Teiknistofu af Eiríki Vigni Pálssyni kt. 010975-4179. Uppdrættir eru númer A-100, A-111 og A-211, dagsettir 14.04.2020 Byggingaráform samþykkt.

11.Brúsabyggð 1,3,5,7,12 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

2006169

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. júní 2020 úr máli 2006169 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 10. júní 2020 sækir Gústaf Gústafsson, kt. 070173-5739 f.h. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf, kt. 480520-0250, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brúsabyggð 1,3,5,7,12, Hólum í Hjaltadal. Fasteignanr. F2222887, F2222896, F2222900, F2232585, F2142812. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að heimila rekstrarleyfi í húsum nr. 1,5,7,12 við Brúsabyggð en hafnar að veitt verði rekstrarleyfi fyrir Brúsabyggð 3, fasteignanúmer F2222896.

12.Birkimelur 26 - Umsókn um byggingarleyfi.

2006141

Tryggvi Pálson kt. 191088-2989 sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 26 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Cedrus EHF. Teikni- og Verkfræðiþjónustu af Gísla Rafni Gylfasyni kt. 130670-3859. Uppdrættir eru í verki 19 016, númer 100-00, 100-01, 100-02 og 100-04, dagsettir 26. febrúar 2020. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.