Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

97. fundur 28. nóvember 2019 kl. 08:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Engihlíð (146517) - Umsókn um byggingarleyfi.

1911114

Barbara Wenzl kt. 250180-2179 og Ingvar Daði Jóhannsson kt. 060982-5979
eigendur jarðarinnar Engihlíðar (146517), sækja um leyfi til að byggja við, breyta og gera endurbætur á núverandi útihúsum, ásamt því að byggja reiðskemmu á jörðinni. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 1. áfanga verksins sem er breyting og endurbætur á núverandi útihúsum. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3078, númer A100 til A105 dagsettir 6. nóv. 2019. Byggingaráform samþykkt.

2.Barð 146777 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis.

1903141

Rúnar Marteinsson kt. 100463-4319, sækir fyrir hönd Fyrirbarðs ehf. kt. 440712-1850 eiganda jarðarinnar Barðs, landnúmer 146777, um leyfi til að beyta skráningu á sumarbústað, matshluti 10 á jörðinni í íbúðarhús. Á 351. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 13. júní sl., var byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum uppfærðum aðaluppdráttum. Uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni kt. 051084-3149 í verki 7297-02, númer A-100, A-101 og A-102 dagsettir 7. nóvember 2019. Erindi samþykkt.

3.Stóra-Gröf syðri 146004 - breytt skráning fasteigna

1911065

Laufey Leifsdóttir kt. 281075-5279 og Sigfús Ingi Sigfússon kt. 031175-5349, eigendur jarðarinnar Stóru-Grafar syðri landnúmer 146004 sækja um breytta skráningu mannvirkja á jörðinni. Breytingin varðar matshluta 04. Erindi samþykkt.

4.Víðibrekka 8 - Umsókn um byggingarleyfi - frístundahús

1911067

Aldís Eva Brynjarsdóttir kt. 070998-2549 og Ingólfur Karel Ingvarsson kt. 270898-2199, ásamt lóðareigendum óska heimildar til að flytja frístundahús á lóðina Víðibrekku 8 úr landi Víðimels í Skagafirði. Húsið stóð að Stekkjarhóli 68 í Borgarbyggð, landnr. 134985, mhl. 39, F2110077, byggt árið 1973. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta eru A-101 og A-102 í verki nr. 7869-02, dagsettir 7. nóv 2019. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Skipulags- og byggingarfulltrúi

1911241

Gerð hefur verið sú breyting á stjórnsýslu sveitarfélagsins að embætti skipulags- og byggingarfulltrúa verður skipt í tvö embætti, embætti skipulagsfulltrúa annars vegar og byggingarfulltrúa hins vegar. Einar Andri Gíslason hefur verið ráðinn í starf byggingarfulltrúa og tekur við embættinu frá og með 1. desember nk.
Jón Örn Berndsen sem undanfarin ár hefur gengt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa mun tímabundið gegna starfi skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 10:00.