Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

93. fundur 03. september 2019 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Víðigrund 2 Sauðárkróki - Svalalokanir - Umsókn um byggingarleyfi

1907042

Elsa Lind Jónsdóttir kt. 150475-3259 Víðigrund 2 og Anna E. Halldórsdóttir kt. 260366-4839 Víðigrund 4 á Sauðárkróki, sækja, fyrir hönd þinglýstra eigenda fjölbýlishússins Víðigrund 2-4 um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að breyta útliti suðurhliðar byggingarinnar, afmarka svalir og koma fyrir svalalokunum á öllum hæðum. Meðfylgjandi erindi er aðaluppdráttur, teikningar A-101, A-102, A-103 og A-104 í verki nr. 7011-91, gerðar af Sigurði Óla Ólafssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsettar 30.05.2019. Byggingaráformin samþykkt.

2.Víðigrund 4 - Svalalokanir - Umsókn um byggingarleyfi

1907043

Elsa Lind Jónsdóttir kt. 150475-3259 Víðigrund 2 og Anna E. Halldórsdóttir kt. 260366-4839 Víðigrund 4 á Sauðárkróki sækja, fyrir hönd þinglýstra eigenda fjölbýlishússins Víðigrund 2-4 um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að breyta útliti suðurhliðar byggingarinnar, afmarka svalir og koma fyrir svalalokunum á öllum hæðum. Meðfylgjandi erindi er aðaluppdráttur, teikningar A-101, A-102, A-103 og A-104 í verki nr. 7011-91, gerðar af Sigurði Óla Ólafssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsettar 30.05.2019. Byggingaráformin samþykkt.

3.Skagfirðingabraut 22-Árskóli - Umsókn um byggingarleyfi

1908065

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um leyfi til breytinga og endur bóta á salernum á 1. og 2. hæð í A- álmu Árskóka. Framlagðir uppdrættir gerðir af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt. Uppdráttur nr. A-219 dagsettur 15.ágúst 2019. Erindið samþykkt. Leyfi veitt.

4.Flæðagerði L189714 - Svaðastaðir. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1908100

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2019 úr máli 1908179 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 19.08. 2019 sækir Úlfar Sveinsson, Syðri Ingveldarstöðum, f.h. Flugu hf., kt. 631000-3040, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Reiðhöllinni Svaðastöðum, Flæðagerði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Grundarstígur 10 - Umsókn um byggingarleyfi

1908135

Rósa Adolfsdóttir kt. 040457-3729 og Júlíus Rúnar Þórðarson kt. 020553-3919 eigendur einbýlishússins að Grundarstíg 10 á Sauðárkróki sækja um leyfi til að einangra og klæða húsið utan. Einangrað verður með 50 mm steinull/veggjaplötum í timburgrind sem klædd verður canexel utanhússklæðningu. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 09:00.