Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

89. fundur 25. júní 2019 kl. 09:45 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Birkihlið 1 - Umsókn um byggingarleyfi

1905013

Thelma Knútsdóttir kt. 081069-3609, sækir fh. Ólafs Ágústs Andréssonar kt. 110571-4889 eiganda Birkihlíðar 1, um leyfi fyrir viðbyggingu/sólstofu á austur hlið hússins og breyta glugga á norður hlið. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir hjá TK Hönnunn, áritaðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, kt.040381-5389. Uppdrættir eru númer A-100 og A-101, dagsettir 21.05.2019. Byggingaráform samþykkt

2.Krithóll I (146185) -Umsókn um byggingarleyfi.

1906152

Björn Ólafsson kt. 310780-4219 og Hrund Malín Þorgeirsdóttir kt. 120888-3589 eigendur Krithóls 1 (146185) sækja um leyfi til að byggja íbúðarhús við núverandi bílgeymslu á jörðinni. Einnig er sótt um að breyta bílgeymslunni í íbúðarrými og núverandi íbúðarhúsi í bílgeymslu, geymslu og aðstöðurými. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættirnir eru í verki 7591-03, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 12. júní 2019. Byggingaráform samþykkt.

3.Byrgisskarð (146147) - Umsókn um byggingarleyfi

1906178

Þorsteinn Ragnar Leifsson kt. 250381-4769 eigandi Byrgisskarðs (146147) sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús á jörðinni. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættirnir eru í verki 7661-03, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 31. maí 2019. Byggingaráform samþykkt.

4.Fagraholt (228176) - Umsókn um byggingarleyfi.

1906233

Friðrik Andri Atlason kt. 100395-3049 og Lilja Dóra Bjarnadóttir kt. 180196-2859 eigendur lóðarinnar Fagraholt (228176) sækja um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerir af Trausta Val Traustasyni kt. 160783-5249, áritaðir af Ingvari Gýgjar Sigurðssyni kt. 020884-3639. Uppdrættirnir eru í verki 0052019, númer A-01 og A-02 dagsettir 22.06.2019. Byggingaráform samþykkt.

5.Helgustaðir (192697) - Umsókn um byggingarleyfi

1905208

Jakobína Helga Hjálmarsdóttir kt. 200859-5539 eigandi lóðarinnar Helgustaða (192697) í Unadal og Daníel Þórarinsson kt.020594-3069 sækja um leyfi til að byggja þrjú bjálkahús á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni kt. 230785-4149. Uppdrættirnir eru í verki númer 782702, númer A-100, dagsettir 31. maí 2019. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:15.