Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

84. fundur 26. apríl 2019 kl. 11:00 - 12:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Félagsheimilið Höfðaborg - Umsagnbeiðni vegna rekstrarleyfis

1904135

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1904176 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 12. apríl 2019. Sigmundur Jóhannesson, kt. 210865-4899, Brekkukoti, 566 Hofsós, sækir f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar, kt. 471074-0479, um rekstrarleyfi til sölu veitinga, flokkur II - samkomusalir, að Skólagötu, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3660.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Aðalgata 7 - Sótt um breytingu á rekstrarleyfi

1903117

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 úr máli 1903184 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Tómasar Árdal kt. 210959-5489, f.h. Stá ehf. kt.520997-2029, um breytingu á gildandi rekstrarleyfi, vegna Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Staðurinn er með veitingaleyfi í flokki III og óskar eftir að breyta í gistileyfi í flokki V. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Suðurbraut 1,Mattahús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1904163

Með umsókn dags. 15.04.2019. sótti Auður Björk Birgisdóttir kt. 280484-2889,um leyfi til að reka gististað í flokki II að Suðurbraut 1 Hofsósi. Fasteignanúmer 214-3664. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Háahlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

1903156

Ásmundur Baldvinsson kt. 210466-2909 og Málfríður Ólöf Haraldsdóttir kt. 280367-3039 sækja um leyfi til að setja glugga á suðurhlið hússins Háahlíð 6 ásamt því að breyta innra skipulagi neðri hæðar. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni. Erindið samþykkt.


5.Suðurgata 7 Sauðárkróki - umsókn um leyfi fyrir heitum potti á lóð

1904202

Indriði Þór Einarsson kt. 110279-5749 og Laufey Kristín Skúladóttir kt. 081079-3239, eigendur einbýlishúss númer 7 við Suðurgötu á Sauðárkróki sækja um leyfi fyrir setlaug á lóð hússins. Setlauginni verður komið fyrir á hellulagðri stétt innan lóðar. Setlaugin verður lokuð með læsanlegu loki meðan hún er ekki í notkun.
Meðfylgjandi teikning gerir grein fyrir staðsetningu laugarinnar á lóðinni.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Fundi slitið - kl. 12:10.