Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

83. fundur 08. apríl 2019 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Reynistaður 145992 - Umsókn um byggingarreit og byggingarleyfi.

1901206

Helgi Jóhann Sigurðsson kt. 140257-5169 sækir um leyfi til að byggja vélageymslu á áður samþykktum byggingarreit á jörðinni Reynistað í Skagafirði, landnúmer 145992. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Samræmi ehf. af Arnari Skjaldarsyni kt. 031167-5829. Uppdrættir eru númer 161901 og 161902, dagsettir 9. janúar 2019. Byggingaráform samþykkt.

2.Öldustígur 15 - Umsókn um byggingarleyfi.

1903042

Guðni Ólafsson og Edda María Valgarðsdóttir sækja um leyfi til að einangra og klæða utan bílskúr á lóðinni númer 15 við Öldustíg á Sauðárkróki. Klæðningarefni Canexel. Fyrir liggur samþykki meðeiganda í Öldustíg 15 og eiganda aðliggjandi bílskúrs að Öldustíg 13. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Reykjarhólsvegur 20B - Umsókn um byggingarleyfi.

1903098

Eva Sigurðardóttir kt. 011258-3369, Erna Hauksdóttir kt. 210360-3959 og Valgerður Sigríður Geirsdóttir kt. 121260-7519 sækja um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni númer 20B við Reykjarhólsveg í Varmahlíð, landnúmerið 208439. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269 byggingarfræðing. Uppdrættirnir eru í verki 0119, númer 1, dagsettir 14.02.2019. Byggingaráform samþykkt.

4.Bræðraborg Ríp 2 (146395 030101)- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1902245

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2019 úr máli 1902434 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Birgir Þórðarson kt. 070660-5479 um leyfi til að reka gististað í flokki II í sumarhúsi í landi Bræðraborgar í Hegranesi. Fasteignanúmer 2325629, matshluti 03. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Einimelur 2a-b-c-d-e-f - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1902146

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. febrúar 2019 úr máli 1902281 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Sigmundssonar f.h. Hestasport-Ævintýraferða ehf., kt. 500594-2769, um leyfi til að reka gististaði í flokki II í frístundahúsum að Einimel 2a-f. Fasteignanúmer F2262069, F2262070, F2262071, F2273621, F2273623 og F2273624. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Gilhagi (146163) - Beiðni um niðurfellingu úr fasteignaskrá.

1902141

Indriði Stefánsson kt.110148-2089 fyrir hönd eiganda jarðarinnar Gilhaga með landnúmerið 146163 óskar eftir að hesthús byggt 1929, matshluti 06 og votheysturn byggður 1967, matshluti 16, verði feld úr fasteignaskrá. Erindið samþykkt.

7.Borgarteigur 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

1903162

Ásmundur Pálmason og Friðrik Pálmason fh. Svarðarhóls ehf. kt. 550708-1320, Páll Sighvatsson fh. Hásteina ehf. kt. 601293-2189 og Magnús Ingvarsson kt. 171160-3249, sækja um leyfi til að byggja iðnaðar-, atvinnu- og þjónustuhús á lóðinni númer 1 við Borgarteig á Sauðárkróki. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættirnir eru í verki 780901, númer. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 25. mars. 2019. Byggingaráform samþykkt.

8.Tjarnarnes - Umsókn um byggingarleyfi

1903310

Ómar Kjartansson kt. 270858-4659 og Brynhildur Sigtryggsdóttir kt. 061057-3829 sækja um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Tjarnanes í Hegranesi.Landnúmer 227338. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni kt. 051084-3149, númer A-100, A-101, A-102 og A-103 í verki 7826-02, dagsettir 28. mars 2019. Byggingaráform samþykkt.

9.Marbæli 146058 - Umsókn um byggingarleyfi

1903313

Ingi Björn Árnason sækir um f.h. Marbælis ehf. 700402-5840 leyfi til að byggja við fjós á jörðinni Marbæli (146058) á Langholti. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029, númer A-101, A-102 og A-103 í verki 758302, dagsettir 28. mars 2019. Byggingaráform samþykkt.

10.Kleifatún 6 - Umsókn um byggingarleyfi

1904018

Magnús Svavarsson kt. 281054-2609 sækir um leyfi byggja parhús á lóðinni númer 6 við Kleifatún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdrættir eru í verki 054, númer 101, 102 og 103 dagsettir 27.01.2019. Byggingaráform samþykkt.

11.Brúnastaðir (146789) - Umsókn um byggingarleyfi.

1904079

Atli Gunnar Arnórsson Stoð ehf. verkfræðistofu sækir um fh. Jóhannesar H. Ríkharðssonar kt. 030366-4929 og Stefaníu Hjördísar Leifsdóttur kt. 210665-3909, eiganda Brúnastaða (146789) í Fljótum, leyfi til að byggja 38.3 fermetra gesthús á Jörðinni. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Atla Gunnari númer A-100 í verki 745501, dagsettur 22. janúar 2019. Erindi samþykkt , byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:00.