Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

65. fundur 22. mars 2018 kl. 08:30 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Geldingaholt IV - Umsókn um byggingarleyfi -

1712135

Bjarni Bragason kt. 150563-3649, sækir um leyfi til að breyta minkahúsi á landinu, Geldingaholt IV, landnúmer 223292. Húsinu verður breytt í lausagöngufjós fyrir geldneyti. Framlagðir aðaluppdrættir eru áritaðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3039, númer A-100 til A-105, dagsettir 9. desember 2017. Byggingaráform samþykkt.

2.Dýjabekkur (146008) - Umsókn um byggingarleyfi.

1803146

Ingunn H. Hafstað kt. 020861-7469, sækir fh. Halldórs Hafsstað kt. 210524-7119 um leyfi fyrir viðbyggingu við aðstöðuhús á jörðinni Dýjabekk (146008) í Skagafirði. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir hjá Arktika arkitektum, af Ingunni H. Hafstað. Uppdrættir eru í verki 170820DÝJA, nr. 10-01 og 10.02, dagsettir 15. mars 2018. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.