Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

63. fundur 06. mars 2018 kl. 10:15 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fellstún 18 - Umsókn um byggingarleyfi

1803039

Hallfríður Guðleifsdóttir kt. 280467-3759 og Hilmar H. Aadnegard kt. 031061-4829, lóðarhafar lóðarinnar Fellstún 18 á Sauðárkróki, sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru áritaðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdráttarblöðin eru fjögur að tölu merkt A-100 til A-103 dagsett10.01.2018. Byggingaráformin samþykkt.

2.Hólavegur 21 - Umsókn um byggingarleyfi

1802267

Guðmundur Haukur Þorleifsson kt. 280480-4609 sækir um leyfi til að breyta útliti hússins Hólavegur 21 Sauðárkróki og byggja við það sólpall. Útlitsbreytingin er að gluggi á suðurhlið verður tekinn og breytt í hurð. Póstur verðu settur í stofuglugga á vesturhlið. Erindið samþykkt. Leyfi veitt.

3.Aðalgata 21A - Umsókn um byggingarleyfi

1802269

Indriði Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir, fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, um leyfi til breytinga og endurbóta á húsinu Aðalgötu 21a á Sauðárkróki. Um er að ræða endurbætur á ytra byrði hússins. Með endurbótunum verður leitast við að færa útlit hússins sem næst upphaflega útliti. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir dagsettir 23. febrúar 2018 nr. A-100 til A-103. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

4.Helluland land B lóð 2 (223795) - Umsókn um byggingarleyfi.

1712209

Guðjón S. Magnússon kt. 250572-4929 og Helga Óskarsdóttir kt. 310184-3659, eigendur Hellulands land B lóð 2 með landnúmerið 223795, sækja um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Riss verkfræðistofu af Guðna Sigurbirni Sigurðarsyni kt. 250582-4479. Uppdrættir eru númer A-101, dagsettir 1. desember 2017. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 11:15.