Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

28. fundur 06. júní 2016 kl. 14:00 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skógargata 8,Sölvahús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1605163

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 12. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Madara Sudare kt. 250579-3149. Umsókn um rekstrarleyfi vegna íbúðarhúss sem stendur við Skógargötu 8, matsnúmer 213-2183 á Sauðárkróki. Gististaður í flokki l, heimagisting. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

2.Halldórsstaðir 146037 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1605246

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 31. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Bjarna Bragasyni kt. 150563-3649. Umsókn um rekstrarleyfi vegna íbúðarhúss sem stendur á jörðinni Halldórsstaðir 146037, matsnúmer húss 214-0461. Gististaður í flokki l, heimagisting. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

3.Grundarstígur 2 - Umsókn um byggingarleyfi

1605173

Reynir Öxndal Stefánsson kt. 040841-3699 og Þorbjörg Steingríms Ágústóttir, eigandur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 2 við Grundarstíg á Sauðárkróki, sækja um leyfi til að reisa girðingu á lóðmörkum suðurhliðar lóðar með fram gangstétt við Hegrabraut. Framlögð gögn sem dagsett eru 19. maí 2016 gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

4.Valagerði lóð 1 - umsókn um byggingarleyfi

1605125

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Birgs Árdal Haukssonar kt. 240164-3969. Umsókn um leyfi til að flytja á lóð sem verið er að stofna úr landi jarðarinnar Valagerði landnr. 146075, íbúðarhús sem í dag stendur á lóðinni Laugarhvammur 11a. Landnúmer lóðarinnar er 215446, fastanúmer hússins 231-1204. Framlagðir uppdrættir gerðir af Birgi Ágústssyni kt 1010396-4049 fylgja húsinu. Afstöðumynd unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

5.Aðalgata 10B - Umsókn um byggingarleyfi.

1606022

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Péturs Tavsen Steinssonar kt.241182-3049, Tómar Guðmundssonar kt. 210663-2669 og f.h. Rauðakrossdeild Skagafjarðar kt. 620780-0229, Guðný Zoéga kt. 080369-5659. Umsókn um leyfi til breytinga og endurbóta á húsi sem stendur á lóðinni 10B við Aðalgötu. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Númer uppdráttar er A-101 í verki 7742, dags. 12. maí 2016. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:30.