Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

17. fundur 02. desember 2015 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Grundarstígur 14 - Umsókn um byggingarleyfi

1511216

Ágúst Marinósson kt 050551-3699 sækir um breytingu á bílskúr að Grundarstíg 14. Breytingin felst í að loka portinu á framhlið skúrsins og lengja gólfflöt hans þar með um 1 meter. Hurðin kemur í portopið og verður hvít gluggalaus fulningahurð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.

2.Varmahlíð 146116 - Umsókn um byggingarleyfi

1511214

Fyrir liggur umsókn Eignarsjóðs, Indrið Þórs Einarssonar sviðsstjóra um leyfi til að breyta útliti og innangerð gamla pósthússins í Varmahlíð. Sótt er um breytinguna vegna þess að fyrirhugað er að reka í húsnæðinu, tímabundið, leikskóladeild fyrir allt að 11 börn og 3 starfsmenn. Erindið sent til umsagnar heilbrigðis- vinnueftirlits og brunavarna.

3.Lambanes-Reykir 146842(214-4120) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1511204

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 24. nóvember 2015, þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi og breytingu á rekstraraðila. Sótt er um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Brúnastöðum, kt. 680911-0530, var áður Ferðaþjónustan Austur-Fljót, kt. 710511-0200. Sótt er um leyfi vegna Lambanes-Reykja, fastanúmer 214-4120. Gististaður, flokkur II. Forsvarsmaður er Stefanía Leifsdóttir, kt. 210665-3909. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Eyrarvegur 18 - Umsókn um byggingarleyfi.

1511183

Jón E. Friðriksson fh. FISK Seafood hf sækir um byggingarleyfi fyrir tengigangi milli kerageymslu og pökkunarrýmis í vinnsluhúsi FISK Seafood Eyrarvegi 18. Meðfylgjandi aðaluppdrættir unnir hjá Stoð ehf af Magnúsi Ingvarssyni dagsettir 17.11.2015. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

5.Skagfirðingabr.24, Grettistak - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1511181

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 20. nóvember 2015, þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Grettistak ehf., kt. 451001-2210, veitingahús og veisluþjónusta í Heimavist FNV, Skagfirðingabraut 24, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður, flokkur II.
Forsvarsmaður er Jón Daníel Jónsson kt. 120968-3439. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

6.Brúnastaðir 146789 - Umsókn um byggingarleyfi

1510264

Stefanía Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum sækju um leyfi til að byggja við frístundarhús á Brúnastöðum samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir dagsettir 28. október 2015. Byggingaráform samþykkt.

7.Helluland Lóð (216965) Umsókn um byggingarleyfi

1507139

Sigurjón Gestsson kt 080744-3079 eigandi landsins Helluland lóð 216965 sækir um leyfi til að byggja frístundahús á landinu á byggingarreit sem samþykktur er af Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 29. júlí 2015. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Guðna S. Sigurðssyni kt. 250582-4479 og eru þeir dagsettir 7.8.2015. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:45.