Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

15. fundur 28. október 2015 kl. 14:15 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sæmundarhlíð 143826 - Umsókn um byggingarleyfi

1510056

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Guðmundar Þórs Guðmundssonar kt. 200857-5269, f.h. Eignasjóðs Skagafjarðar kt. 550698-2349, dagsett 7. október 2015. Umsókn um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti hússins sem áður hýsti leikskólann Furukot við Sæmundarhlíð (143826) á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að flytja núverandi starfsemi Iðju-dagþjónustu í húsnæðið. Framlagðir uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki númer 150819, nr. A-01, dagsettir 07.10.2015.
Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

2.Borgarflöt 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1509296

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Guðmundar Kára Gunnarssonar kt. 010245-4359,. fh. eiganda iðnaðarhúss með fastanúmerið 213-1292 sem stendur á lóðinni nr. 5 við Borgarflöt á Sauðárkróki, dagsett 15. október 2015. Umsókn um leyfi til að breyta notkun þess hluta hússins sem í dag er skráð iðnaðarhúsnæði, í crossfit stöð. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni kt. 170460-3759. Uppdrættir eru í verki númer 751901, nr. A-100, A-101 og 102, dagsettir 12. október 2015. Umbeðið byggingarleyfi veitt

3.Suðurbraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi

1510235

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn eiganda einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 4 við Suðurbraut á Hofsósi, dagsett 25. október 2015. Umsókn um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti hússins. Framlagðir uppdrættir eru gerðir af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki númer 3015, nr. A-101 til A-105, dagsettir 25. október 2015. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

Fundi slitið - kl. 15:30.