Hafnarstjórn

35. fundur 13. desember 2001 kl. 08:15 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 35 – 13.12. 2001

 

Ár 2001, hinn 13. des., kom Hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarstj. kl. 8.15.

Form. setti fund og lýsti dagskrá.

 

DAGSKRÁ:

  1. Hafnaáætlun '03-'06
  2. Umsókn um stækkun á  lóð Hesteyri 2
  3. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hallgrímur fór yfir framl. áætlun og fram kom varðandi höfn í Haganesvík að freistandi væri að reyna framfærslu á stuttum grjótvarnargarði til að minnka líkur á sandburði í höfnina. Möguleiki á að setja þetta í tengingu við framkv. '03.

Þá er samþ. að flýta byggingu masturshúss til '03, þar sem fram kemur að núverandi hús er ónýtt og jafnvel orðið hættulegt.

 

2. Hallgrímur gerði vettvangskönnun á svæði því sem K.S. fer fram á í lóðarstækkun vegna Vélaverkstæðis á hafnarsvæði, þ.e. 10 m til suðurs og 20 m til austurs frá núverandi lóðarmörkum. - Ekki kemur fram hvaða nýting á að vera á þessu svæði. Hugmynd aðila er að girða svæðið og malbika.

Umræður um þessi mál. - samþykkt að heimila lóðarstækkun um 20 m til austurs og 5 m til suðurs, - enda fái nefndin upplýsingar um skipulag og nýtingaráform lóðarinnar - og vísar málinu til skipulagsnefndar vegna breytingar á deiliskipulagi.

Hafnarnefnd telur eðlilegt að frágangi lóðar verði lokið innan árs frá frágangi lóðarsamnings.

 

3. Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir ósk um innheimtu hafnargjalda af skipum sem liggja meira en 90 daga í höfn. Þessi aðf. er nýtt víða í höfnum og eru nefndar Vestmannaeyja- og Siglufjarðarhöfn.

Nefndin samþ. framkomna tillögu og taki hún gildi 1. janúar n.k.

- Sjá fylgiskjal - tillögu hafnarvarðar.

 

4. Hafnarvörður óskar eftir að kannaður verði kostnaður á endurnýjun fríholta upp að bryggju á Norðurgarði.

 

Fleira ekki gert.

 

Björn Björnsson ritar               Gunnar Steingrímsson

Gunnar Valgarðsson                Hallgrímur Ingólfsson

Eiríkur Jónsson

Brynjar Pálsson                      

Pétur Valdimarsson