Hafnarstjórn

24. fundur 09. október 2000 kl. 15:00 - 15:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 24 – 09.10.2000

 

            Ár 2000, mánudaginn 9. október kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 15.oo.

            Mættir voru: Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Eiríkur Jónsson, Gunnar Valgarðsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra Elsa Jónsdóttir skrifstofustjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga 2000.
  2. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna Ársfundar Hafnasambands sveitarfélaga 2000, en fundurinn verður haldinn á Akureyri 12. og 13. október n.k.

Hafnarstjórn samþykkir að hafnarvörður og formaður hafnarstjórnar sæki fundinn.

 

2. Rætt um ástand í smábátahöfninni.  Hafnarstjórn óskar eftir því að Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur ásamt hafnarverði athugi með úrbætur, en kvartað hefur verið undan því  að bátar hafi skemmst í höfninni.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.3o

 

Elsa Jónsdóttir, ritari.

Brynjar Pálsson

Björn Björnsson

Gunnar Valgarðsson

Eiríkur Jónsson

Pétur Valdimarsson