Hafnarstjórn

16. fundur 26. janúar 2000 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 16 – 26.01.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 26. janúar kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Guðni Kristjánsson.  Auk þeirra: Gunnar Steingrímsson hafnarvörður, Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fjárhagsáætlun 2000 - síðari umræða.
  2. Skrá um skipakomur árið 1999.
  3. Lóðarmál Dögunar.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hafnarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 2000 til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.  Tekjur eru áætlaðar kr. 24.845.000 og rekstrargjöld kr. 23.573.000. Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 472.000.

 

2. Lögð fram skrá um skipakomur í Sauðárkrókshöfn árið 1999.  Samtals voru komur flutningaskipa 100 og heildarrúmlestatala 332.541 brt.  Komur togara og minni fiskibáta 1999 voru 269 og legudagar 1594.

 

3. Nú mætti á fundinn Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.  Gerði hann grein fyrir því hvaða möguleikar væru til að leysa úr óskum Dögunar varðandi viðbótarlóðir.  Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Eiríkur Jónsson                                                          Snorri Björn Sigurðsson

Gunnar Valgarðsson                                                  Hallgrímur Ingólfsson

Guðni Kristjánsson                                                    Gunnar Steingrímsson

Brynjar Pálsson