Hafnarstjórn

14. fundur 26. nóvember 1999 kl. 15:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 14 – 26.11.1999

 

Ár 1999, föstudaginn 26. nóvember kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson og Pétur Valdimarsson.  Auk þeirra voru mættir Guðmundur L. Árnason hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Starf hafnarvarðar.
  2. Deiliskipulag við Hofsóshöfn.
  3. Rekstur og framkvæmdir hafnarsjóðs 1999.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Þrjár umsóknir hafa borist um starf hafnarvarðar: 

frá Gunnari Steingrímssyni, Dalatúni 3, Sauðárkróki

frá Hafsteini Harðarsyni, Víðimel, Varmahlíð

frá Runólfi Jónatan Haukssyni, Víðimýri 10, Sauðárkróki

Hafnarstjórn samþykkir að ráða Gunnar Steingrímsson til starfans.

 

2. Lagt fram afrit af bréfi til Siglingastofnunar dags. 7. nóv. sl. sem er undirritað af 34 einstaklingum.  Í bréfinu er mótmælt fyrirhuguðu deiliskipulagi fyrir hluta Hofsóss þ.e. Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann.

 

3. Lagt fram yfirlit yfir rekstur og framkvæmdir við Skagafjarðarhafnir árið 1999.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                         Snorri Björn Sigurðsson

Gunnar Valgarðsson                                                  Guðmundur L. Árnason

Pétur Valdimarsson

Björn Björnsson